Kostir ( og gallar )
26.11.2007 | 09:56
Jæja .. koma svo, endilega komið með alla mína kosti! Það er eiginlega ekkert lítið erfitt að finna marga kosti um sjálfa sig. Eina sem ég finn er "stundvís" því jújú, það á alveg við. En .. veit eiginlega ekkert fleira
þannig .. auðvitað spyr maður þá sem þekkja mann besti - vinina og vandamenn.
þannig koma svo ... hverjir eru mínir kostir? ( og jújú, ef þið vitið einhverja augljósa galla .. þá má alveg koma með þá líka ( eins og einhver þori því )
Lena Pena
Athugasemdir
Hæ Lena mér líst vel á stelpuferð á næsta ári til köben með mömmu þinni :)
Kostir þínir eru: þú ert ótrúlega dugleg lætur greinilega drauma þína rætast þó á móti blási stundum. Búin með framhaldsskóla og komin til danaveldis ein aðeins 18 ára geri aðrir betur Lena mín. Já kostirnir eru kraftur, dugnaður, jákvæðni, þrjóska (það er líka kostur) og staðföst í því sem þú ætlar þér að gera þá meina ég þú framkvæmir það sem þú hefur ákveðið að gera. Svo ertu líka kát og skemmtileg og það er alltaf stutt í hláturinn.
Áslaug (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:17
Metnaðargjörn, hreinskilin, lýgur ekki, góður húmor, barngóð, sjálfstæð, hefur sterkar skoðanir á ýmsum hlutum, góðhjörtuð og sönn vinkona!
Julie (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.