"Ég elska hana"
6.12.2007 | 18:21
"Ég elska hana" - hun er min bedste ven.
Man þegar ég var lítil og ég gat ALDREI sagt "ég elska þig" við fólk, eða bara sagt að ég elski einhvern yfir höfuð. Mér þótti samt ósköp vænt um allt fólkið í kringum mig ( fjölskylduna ). Það var svo ekki fyrr en ég var 15 ára sem ákveðin manneskja nefndi það við mig að ég segi aldrei " ég elska þig" eða "ég elska þig líka" við hana. Ehm? Í raun veru fannst mér nú frekar asnlegt að segja það þannig ég sagði alltaf " og ég þig " þó ég elskaði hana ekkert, mér þótti bara vænt um hana. (að mínu mati þá).
Í gær sagði svo Snædís við mig í gær að hún elskaði vinkonu sína - hún væri sko besti vinur ( vinkona) hennar. Það var samt ekkert þá sem ég fattaði að ég gæti alveg elskað fólk án þess að vera hrifin af þeim. En það eru nú samt bara ca. 5 mánuðir síðan. Núna get ég sagt "ég elska þig" við fjölsk. og vini mína - og þurfa ekki að nefna eða hugsa - "ég er samt ekki hrifin af þér"
Ég hugsa samt enn smá hvað þetta mér finnst þetta asnalegt. Mig langar eiginlega bara að þykja vænt um fólkið í kringum mig, og elska svo bara maka / kærasta ( eða í þá áttina :P). Og svo börnin mans þegar kemur að því. En þá er maður samt komin í það að "elska" getur verið svo mismunandi ást. Það er ekki sama merking á milli þegar maður segist elska maka, börn, fjölsk. og vini. Eitthvað svo rosalega mismunandi "væntumþykja" ( haha ég man ekkert hvernig þetta orð er ( umhyggja ? ))
Er samt ekki svoldið slæmt að hafa "eytt" alveg um 15 árum í það að elska engann? Eða er kannski bara ágætt að hafa bara þótt mismunandi vænt um fólkið í kringum mann. ( en ekki elskað það ? ) Er ég kannski bara eitthvað rugluð að vera að velta mér upp úr liðnum "atburðum" og hlutum? Já, ætli það ekki bara ...
Það eru bara 18 dagar til jóla - og ég er EKKI búin að kaupa jólagjafir til að senda heim til Íslands. Bæði það að ég tími eiginlega ekki að eyða peningunum mínum í lestarkort og ég veit EKKERT hvað ég á að gefa þessu fólki sem býr þarna langtíburtkistan. En ætli maður detti ekki á eitthvað sniðugt einn daginn, en þo ekki of seint ( þó ég voni nú að ég fari ekki að detta á eitthvað - nenni svoleiðis lögu í raun og veru ekki svo mikið. )
Ég - gáfaða manneskjan Lena, tókst að líma óvart nögl á mér við puttann. Það fór semsagt lím á milli naglar og efst á fingrinum. Og ég get sko alveg viðurkennt að þetta er ekkert svaka þæginlegt núna eftir að ég þurfit að "rífa" nöglina af efst. Þetta var sko ekkert UHU límstifti, heldur eitthvað lím sem er eiginlega of gott. Eða ég bara svona rosalegur klaufi - því þetta var í annað skipti sem ég lími eitthvað saman sem á ekkert að líma ( síðast voru það 2 puttar "fastir" saman. )
Held ég fari svo til ömmu og afa 22. Des ( eða 23. ) Eða held það eiginlega ekkert- veit bara ekki hvorn daginn ég fer til þeirra. Held ég nenni svo varla að hanga þar eitthvað mikið lengur en 26 - 27. Des. Enda ekki ætlunin að eyða áramótunum þar... Man hvað mig langaði alltaf að halda jól aftur með ömmu og afa, eftir að þau fluttu til Danmerkur '98. Á svo rosalega margar góðar minningar frá jólunum heima hjá ömmu og afa þegar ég var lítil. En í raun og veru þá eru þetta náttúrulega bara barnaminningarnar, þannig gæti alveg orðið fyrir vonbrigðum þetta árið.
Ég man hvað jólatréið hjá ömmu og afa var STÓRT. En svo þegar ég skoða myndir frá seinustu jólum sem ég var með þeim ( '97 ) þá er tréið bara svona um 10 cm stærri en ég .. semsagt örugglega bara um 150 eða eitthvað :P ( ég man ekkert hvað ég var há þegar ég var 8 ára, en ekki mikið hærri en 140 cm að ég held. )
ohh, ég fékk ekkert nema æðislega afmælisgjöf áðan, en ætla samt að bíða aðeins með að blogga um það .. geri það um leið og ég er komin með myndir.Lena
Athugasemdir
Þú ert nú alveg stórskrítin Lena-mín! Þó þú hafir túlkað ást á annan hátt en fólk sem segir "ég elska þig" alveg hægri vinstri... þá þýðir það ekkert að tilinningar þínar til fólks hafi verið eitthvað minni! Ég segi þetta nú ekki heldur... bara því að ég ólst ekki upp við að segja þetta... og mér finnst þetta bara óþægileg orð af einhverjum ástæðum! Ég bara hef ekki þessa "væmni" í mér! En það þýðir ekkert að mér þyki ekki alveg jafn vænt um ákveðið fólk!
Og eitt annað... rosalega eru þetta góðir linkar hjá þér hérna til hliðar... þeir virka alveg rosalega bara ekki neitt!
Julie (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.