Loksins Loksins !
3.1.2008 | 23:34
Þarf maður ekki að gera upp það ár sem var að líða ??
Árið í heild : Ótrúlegt en satt þá leið mér ótrúlega vel allt árið, það var enginn tími sem ég gjörsamlega var að gefast upp, eða .. það hefur alla vega ekki verið það að slæmt að ég muni það núna. Áður hafði árið 2004 alltaf verið mitt "uppáhalds" ár .. en munurinn á árinu 2004 og 2007 var það að það gerðist svo margt leiðinlegt líka árið 2004. Þá var ég í viðbjóðslega leiðinlegum skóla ( eða já, skólinn var fínt, "fólkið" ekki J ), mér leið ekkert of vel heima. En á móti kom að ég átti ótrúlega góða vini úr athvarfinu sem ég eyddi öllu sumrinu með - Anna kom til mín til dk, ég fór með Önnu og fjölskyldu í sumar"bústað" á Skógum, og ekki má gleyma yndislegu ferðalagi á Strandir ( hólmavík og Trékyllisvík )
EN árið 2007 toppaði samt allt þetta =D
og ég held alveg örugglega að ég geti ekki einu sinni komið með neina leiðinlega atburði, nema einn - sem varð samt ágætt í lokin :p En sá atburður fer samt ekki inn í bloggið J
Í byrjun árs tók ég lokapróf í ensku 303 - í þriðja sinn ( já ég er/var yndislega léleg í ensku =S ). Eftir prófið hringdi ég næstum grátandi í pabba ég væri sko fallin - og væri EKKI að fara útskrifast. En svo pældi ég ekkert meira í því, enda ekki búin að fá niðurstöðuna úr prófinu. Ég rétt skreið - en vá hvað ég var ánægð og þakklát fyrir að eiga ótrúlega góðan ensku kennara sem hafði trú á mér.
Í byrjun árs ákvað ég líka hvað ég ætlaði að gera eftir útskrift J stuttu seinna fékk ég nýju myndavélina mína, sem ég er búin að taka yfir 10.000 myndir á. ... af öllu nánast haha
Í mars var svo námsmaraþon sem Kalli Klara og ég sáum um. ( þau mest samt ) ... og jújú, ætli það hafi ekki bara heppnast ágætlega vel, þó að ég hafi verið svolítið þreytt þarna í lokin - eftir að hafa þrifið ALLT eldhúsið hátt og lágt ásamt Klöru, þegar við vorum ekki að læra. Svo á leiðinni heim fannst mér ég tala alveg heilan helling við Kalla, komst svo að því þegar hann var búinn að keyra mig heim að ég hafði ekki sagt eitt orð alla leiðina heim... vegna þreytu ( en þakka samt Kalla fyrir að hafa keyrt mig heim, þó hann hafi að öllum líkindum verið jafn þreyttur og ég. )
Í enda mars fór ég í bara æðislega útskriftarferð, 6 dagar á Tenerife. Samt eitt að því besta við ferðina var örugglega að ég kynntist Klöru minni meira en ég gerði áður J ... ferðin var bara æði í heildina, og þó þið neitið kannski að trúa því - þá er ég ennþá með smá far síðan í ferðinni - ógeðslega viðbjóðslega ljótt far sem eyðilagði nokkrar myndir á útskrift ( tékkið á myndunum, og þá sjáiði hvað ég er að tala um )
Eftir Tene byrjaði ég að vinna í 10 -11 ( újé! ), vann alla páskana ... og svo aðra hvora helgi eftir það. Ólíkt öllum öðrum sem unnu í 10 11 þá, þá fannst mér best að vera á kassa. Því miður kemur alveg yndislega ókurteist fólk, en á móti kemur allskyns fólk á öllum aldri .. sem er bara frekar ánægt með lífið ...
Þar sem ég var búin að ákveða þarna að fara til Danmerkur beint eftir skóla .. var planið að fljúga út þann 10. Júlí. En ég kynntist konu í 10-11 sem spurði mig hvort mig langaði ekki að vera JC í CISV búðum í Júlí .. og það á Íslandi. Það var í enda maí sem hún spurði ... og þar sem ég hafði tækifæri á því að vera alveg út júlí hérna á Íslandi þá ákvað ég bara að slá til, og fara svo bara ekki til Dk fyrr en eftir búðirnar.
Skólinn kláraðist svona næstum því um miðjan júní. Ég kláraði alla vega öll prófin í Hraðbraut. EN nördið ég gat náttúrulega ekki sætt mig við að útskrifast bara af málabraut, þannig var líka í einum stærðfræði áfanga í sumarskóla FB. ( stæ 503 - eini áfanginn sem mig vantaði upp í að útskrifast líka af náttúrufræði braut ). Minnir að ég hafi tekið prófið þann 21... og enn og aftur var ég geðveikt fúl eftir prófið - því ég væri sko fallinn. En neinei- ég náði með bara ágætis loka einkunn.
Seinustu 2 vikurnar í skólanum voru bara æðislegar. Vorum í 2 fögum, lífsleikni og tjáningu 203. .. ég hef aldrei lært jafn mikið ( um sjálfa mig líka ) á 2 vikum og ég gerði þessar 2 vikur. 3-4 júlí fórum við svo skólaferð til Þórsmerkur - og böðuðum okkur þar í sólinni, grilluðum mat og vorum í einhverjum "leikjum" allan tímann. Ekkert nema gaman ... án djóks.
Ég byrjaði að "vinna" sem JC í CISV búðunum helgina áður en ég útskrifaðist. Fyrsta helgin var bara "leaders, JC's og Staff" og vá hvað þetta var æðisleg helgi. Þeir sem vinna í CISV búðum, búa yfirleitt allan tímann í búðunum, en því miður hafði ég ekki tækifæri á því að vera alla fyrstu vikuna - því ég þurfti víst að klára skólann.
Föstudaginn fyrir útskrift fór ég svo út að borða með nokkrum úr Hraðbraut og .. svo í nokkra tíma bíltúr með Dóru, Júlíönu og Elfu.
Á útskriftardeginum þann 7.júlí ( 07.07.07) komu Snæja og Steinar að sækja mig um morguninn og við fórum í kirkjuna þar sem við útskrifuðumst. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn stolt af sjálfri mér og þann daginn. Daginn eftir var svo veislan ... ég hef bloggað áður um útskriftina, og ætla því ekkert að fara í smáatriðin hérna - eina sem ég get sagt er að öll helgin var bara æðisleg.
Ég hélt áfram að vera JC .. og bjó því restina af júlí mánuðinum í Hjallaskóla í Kópavogi. Ég fór í bláa lónið, gullna hringinn, endalaust af leikjum og söng ( eða þóttist syngja ) lullabies á hverju einasta kvöldi. Þetta var bara æðislegur mánuður ... og ég mæli eindregið með CISV búðum .. ef þig langar að upplifa það að vera barn aftur :P ( sérstaklega ef maður er JC, eða 11 ára ;) )
Búðirnar kláruðust þann 26 júlí, og ég flutti til Danmerkur þann 27. Um kvöldið 26 var ég með Júlíönu Rakel og Önnu margrét. Fórum í ísbíltúr, lágum á gólfinu heima hjá pabba og horfðum á alla litlu fiskana sem voru að "fæðast" og töluðum um allt. Rakel fór svo fyrst heim, Anna svo og svo var ég með Júlíönu eiginlega alla nóttina. Það var ekki fyrr en um 4 sem ég ákvað að fara koma mér heim, þar sem ég þyrfti að vakna klukkan 7 til að fá far með pabba heim til mömmu og byrja á því að pakka niður - þar sem flugið var um 5.
Júlíana kom svo til mín aftur 27 - bara svo ég gæti "kvatt" hana. Mamma keyrði mig svo upp á flugvöll og Mikael kom með. Á flugvellinum hitti ég hópinn úr búðunum frá Columbíu- sem í raun held að hafi bjargað mér frá því að gráta þegar ég var að kveðja mömmu og Mikael ( og ég bað hana líka vinsamlegast að gráta ekki, ég gæti ekki sleppt því ef hún myndi byrja ... ) þannig þett gekk bara vel.
Amma, afi og Sæþór sóttu mig á flugvöllinn í Köben, mér finnst alltaf jafn gaman að sjá ömmu og afa, enda ekkert lítið mikið "ömmu og afa barn" þegar ég var lítil. Og jahh, ætli ég hafi ekki verið ligeglad með að hitta Sæþór ;)
2 dögum seinna ákvað ég að yfirgefa ömmu mína og afa eftir stutt stopp og flytja þar sem ég heima núna....
fyrsta mánuðinn hjóluðum við um allt ... eða svona næstum, fórum í Tívolí, snædís "litla" varð 4 ára og svo byrjaði skólinn hjá þeim öllum.
Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað var ég heima með Eið, yngsta strákinn, þar til hann komst inn á vöggustofu í byrjun nóvember. Ef ég á að segja sannleikann þá leið tíminn svo ótrúlega hratt frá því að ég kom hingað alveg til núna, að ég bara man frekar fáa atburði.
EN ég held ég gleymi nú ekki helginni sem ég átti afmæli ;)
ég á bara svo "yndislega" vini.... að einn þeirr ákvað að koma í heimsókn til mín, á afmælisdeginum mínum. Ooog þetta var samt ekki bara einhver, heldur manneskja sem ég er búin að þekkja í 4 ár á netinu, og aldrei hitt áður ... og þarna ákveður hann að koma bara til dk til að heimsækja mig =)
Ooog við vorum saman frá föst- sunnudags, nema á nóttunni, þar sem ég var ekki alveg að fara troða mér í það að vera á hótelherberginu næstum alla helgina ;) ... við gerðum samt afar lítið ... eitt stykki erótískt safn, kaffihús ( bjórdrykkja og kók ) ... og svo ekkert annað eiginlega haha =D En mér þótti samt afar vænt um þessa helgi, enda alltaf gaman að kynnast betur vinum sínum.
Um miðjan desember vaknaði ég eina nóttina með einskonar "bruna/sviða" í lærvöðva. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég vaknaði svona, en í þetta skiptið ákvað ég að standa hratt upp og vona að þetta færi burt smá saman ( vanalega fer þetta bara "sjálfkrafa" á svona 30-60 mín, en þá má ég heldur EKKERT hreyfa mig á meðan .. - og þetta gerist bara á nóttunni ) En alla vega - það fór ekki eins og ég hafði vonast og það leið yfir mig af sársauka. ( ooog mér tókst að eyðileggja ruslatunnu sem ég datt á )
Í kjölfar þess ákvað ég nú að fara koma mér til læknis - vegna þess að sársaukinn er frekar mikill þegar ég vakna- en sjaldan eins mikill og hann var þegar ég stóð upp. Hjá lækninum komst ég að því að lærvöðvinn væri eitthvað skaddaður ( skaðaður ?) og ég þarf að byrja í sjúkraþjálfun núna í byrjun ársins 2008.
21. des fór ég svo til ömmu og afa þar sem ég var yfir jólin. Ekkert afar spennandi, en þetta var samt fínt. Kom heim 27des og sprengdum svo gamla árið burt með frekar mikið af flugeldum .. og skáluðum kampavíni. ... og þá var árið búið.
Ég á mér eitt áramóta heiti, í raun og veru eru þetta mörg "lítil" áramóta heit, en þau falla samt öll undir sama hattinn : Að verða betra manneskja.
Gleðilegt nýtt ár. !
Athugasemdir
Jahá!!! gott ár hjá þér!!! lol! mana þig til að gera 2008 betra!
Julie (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:23
það er markmiðið já .. afhverju ætti ég að reyna gera ár eitthvað "verra"? ;)
Lena Ósk, 4.1.2008 kl. 00:26
Ég veit það ekki mangóið þitt!!!
Julie (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:21
og ég veit það ekki heldur - þannig við verðum bara að sætta okkur við það óþekkta.
Lena Ósk, 4.1.2008 kl. 17:28
Lena... fólk er ekki alveg að standa sig í kommentunum hérna? Hver les bloggið þitt? Ég ætla að fara að taka í lurginn á því og kenna því að kommenta!
Julie (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 06:26
jáh .. nú veit ég bara ekkert hverjir lesa bloggið mitt. Eða jú svona eiginleag - en þau eru alla vega ekki standa sig í að kvitta fyrir komu sína. En ég get nú samt ekki hætt að blogga ... er það nokkuð ??
Lena Ósk, 8.1.2008 kl. 10:31
Neeeei!!!!
Julie... sem er umkringd af fullt af öðru fólki sem les bloggið þitt (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.