samkynhneigð og íþróttir
11.1.2008 | 14:24
"Hún bætir við að hún sé mikill aðdáandi íþrótta sem samkynhneigðar konur stundi"
Ég neita að trúa að konan hafi sagt þetta? hahahah .. bíddu bíddu. Síðast þegar ég vissi þá hefur það voða lítið að gera með kynhneigð hvaða íþróttir þú mátt stunda og þess háttar.
Ég vil fá einhvern til að nefna eina íþrótt sem BARA samkynhneigðar konu spila ?? .. hún nefnir þó sjálf "golf og veiði". Ég vil þó meina að ég viti til nokkra kvenna sem eru ekki samkynhneigðar - en stunda nú alveg golf og veiði :)
... ekki nema konan sé að leitast eftir því að komast í sturtuklefa - BARA með samkynhneigðum konum?
(láttu sem þú hafir ekki séð setninguna á undan þessari )
Hefur meiri áhuga á konum en körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður nú að viðurkennast að lespíjur sækja meira í sumar íþróttir frekar en aðrar. t.d. kraftlyftingar og sleggjukast svo eitthvað sem nefnt. Af hverju má ekki segja það ef fordómar eru engir eins og þegar sagt er að það eru frekar hávaxnir menn frekar en háir sem keppa í körfubolta og það eru frekar lágvaxið fólk sem keppir í fimleikum frekar en hávaxið.
Halla Rut , 11.1.2008 kl. 15:07
Ég geri mér reyndar vel grein fyrir því - en þetta kom bara þannig út í fréttinni eins og væri að meina bara svona almennt að maður sjái bara "samkynhneigðar konur" í sumum íþróttum en öðrum ekki. og því neita ég að trúa að konan hafi sagt þetta - frekar að þetta hafi komið svona" óvart" út þegar greinin var skrifuð :)
Lena Ósk, 11.1.2008 kl. 17:36
Halla Rut , 11.1.2008 kl. 18:27
Það er allt annað þegar talað er um að hávaxnir fari í körfubolta og lágvaxnir í fimleika því stærð skiptir máli í þessum íþróttum. Það vita allir að það er miklu betra að vera hávaxinn í körfubolta því annars er erfiðara að koma boltanum í körfuma þegar gaur sem er meter hærri en maður sjálfur er fyrir manni. Kynhneigð er allt annað mál... það er ekki eins og það sé kostur í einhverjum ákveðnum íþróttum og ókostur í öðrum.
En með þessa grein... ég held að þetta sé bara einhver asnaleg þýðing... þessir þýðendur geta misskilið hlutina svo rosalega stundum!
Julie (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:36
Vinkona mín ein hóf æfingar með knattspyrnuliði á höfuðborgarsvæðinu fyrir allmörgum árum. Hún komst að því fljótlega að nánast allar stelpurnar í liðinu voru samkynhneigðar. Henni fannst ún ekki alveg passa í hópin og hætti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 22:25
Ekki segja mér að þú sért orðin *einu sinni í viku bloggari*?????
Julie (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 09:28
nei en má ég skrifa það ? hehe, neinei, þetta er allt að koma - ég bara veit ekkert hvað ég á að skrifa um !
Lena Ósk, 18.1.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.