Ef ég væri fræg ...

 

Ef ég væri fræg ...

 

Væru fréttir seinasta mánuðs svona;

 

Lena sást ferðast um í bíl ásamt manni frá austur evrópu - ætli þetta sé nýji gæinn í hennar lífi? Þess má líka nefna að hún var EKKI í bílbelti.

 

Lena kyssti góða vinkonu sína á skemmtistað í mið Hilleröd, ætli hún sé samkynhneigð? Hvenær ætli hún komi útúr skápnum?

 

Lena fór í frí til fjölsk. Sinnar til Íslands á fimmtudaginn var. Hún gerði sér ferð til Krýsuvíkur og Þingvalla og var yfir sig hrifin af landi sínu.

 

Lena var mætt 4 tímum fyrir flug upp á Kastrup og eyddi heilum tíma í að endurpakka í ferðatöskuna á sína á meðan arabi labbaði margoft fyrir aftan hana. Fyrirhugað misheppnað morð þar sem allur varinn var á hjá starfsfólki flugstöðvarbyggingunnar.

 

Lena hitti lækninn sinn að hádegi miðvikudagsinn 19. mars og fékk þar að vita að hún væri með bólgu milli beins og beinhimnu. Nokkra mánaða sjúkraþjálfun og bólgueyðandi gigtarlyf ættu samt að koma henni á réttan kjöl innan skamms tíma.

 

Ætli Lena sé í fýlu út í góð vinkonu sína til margra ára, því hún hefur ekkert látið í sér heyra síðan hún kom til hins ísilags lands.

 

Ætli hún sé með eitthvað í maganum? Lena hélt sig heldur lengi inn á baðherbergi þann 21.mars - kom svo síðar í ljós að hún fór í hljóðláta sturtu.

 

Ooooog þar fram eftir götunum. Ég er bara ekki frá því að ég vorkenni greyjið fræga fólkinu - það fær bara ekki að gera neinn skapaðan hlut án þess að heimurinn fái að vita af því !

 

 

mbl.is Nágrannar Amy Winehouse pirraðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband