Neytendamál "Okkur finnst tímabært að almenningur átti sig betur á því hversu stóran hlut ríkið hrifsar til sín," segir Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs.
Milli klukkan hálfátta og hálftíu í dag verður bensínlítrinn seldur á 107,20 krónur og dísilolía á 117,40 krónur hjá Skeljungi við Bústaðaveg, sem samsvarar því að ekki séu greidd eldneytisgjald í ríkissjóð heldur aðeins virðisaukaskattur. Fullt sjálfsafgreiðsluverð með olíugjaldinu er 149,40 fyrir bensín og 158,40 krónur fyrir olíuna.
"Skeljungur mun að sjálfsögðu greiða gjöldin eftir sem áður og tekur því á sig þann kostnað sem lækkuninni fylgir. Því miður höfum við ekki bolmagn til að bjóða þetta lengur en í tvo tíma en allir sem koma í röðina fyrir hálftíu fá afgreiðslu," segir Stefán Karl.
Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnina að lækka olíu- og bensíngjald vegna hækkandi olíuverðs ytra og gengisfalls íslensku krónunnar.
"Olíufélögin eru tilneydd að hækka sitt útsöluverð í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð en ríkið hins vegar getur vel lagt sitt af mörkum með því að draga úr þessari skattpíningu," segir Stefán Karl. - gar/jse
Viðurkenndu það ef þú lést sjá þig þarna!?
Athugasemdir
Þetta er minnst fyndna aprílgabb, sem ég hef orðið vitni að.
Er samt heima með fullan bíl- tank af olíu síðan í gær.
Þetta er yfir, það er ekki hægt að gera grín að þessu, vegna þess að þetta er háalvarlegt mál í heild sinni.
Trúðu mér, ég get verið húmoristi dauðans!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.4.2008 kl. 09:47
Satt. og ekki bara að það sé ekkert fyndið við þetta - þá er þetta glatað gabb í allri sinni heild - einmitt vegna stöðu mála yfir eldsneytisverði heima á Íslandi.
Lena Ósk, 1.4.2008 kl. 10:34
Sammála ykkur... sé ekkert fyndið við þetta... sama hvað ég reyni! Ég held ég myndi ekki hlæja af fólkinu sem mætti þarna... ég myndi bara frekar vorkenna því... vonast kannski til að geta átt efni á bensíninu LOKSINS... og eyða bensíni til að komast þangað... svo bara djók... ekkert svo rosalega fyndið fyrir fólk sem er að spara bensínið finnst mér! Mamma mín hefði líklega farið að gráta ef hún hefði mætt þarna í von um að fá ódýrt bensín!
Julie (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.