Lík við óperuhúsið í Kaupmannahöfn.
24.4.2008 | 11:47
Lík af ungum manni fannst í vatninu við Operuhúsið í Kaupmannahöfn í morgun. Líklegast hefur þetta verið maður á aldrinu 18 - 25 ára.
Tilgátur eru um að þetta gæti verið Jakob Haugen-Kossmann sem hefur verið týndur í þó nokkrar vikur hérna í Danmörku. Líkið hefur legið í einhvern tíma í vatninu og var án fata þegar það fannst í morgun rétt fyrir klukkan hálf 10 í morgun. Þó það hafi verið án fata eru ekki getgátur um morð eða annað athæfi þar sem tekur fólk allt af sér áður en það stekkur í sjóinn - sem sagt sjálfsmorð, útskýrir Niels Ole Blirup.
það var bátur með um 70 farþegum sem sigldi á líkið, þau voru á leið á ráðstefnu í óperuhúsinu en fá nú áfallahjálp.
____
Þetta er Danmörk í dag takk fyrir. Ég get ekki einu sinni reynt að ímynda mér stöðu þeirra sem komu að þessu, og þó sömuleiðis ættingja og vina Jakobs - sem hefur verið týndur í þó nokkurn tíma, og hefur margt verið gert til að "auglýsa" eftir honum.
Efast ekki um að þessi frétt fari nú að koma inn á mbl svo þið getið áttað ykkur betur á um hvað málið snýst.
Annars ætlaði ég upphaflega bara að óska ykkur Gleðilegs sumars :)
Athugasemdir
Gleðilegt sumar
Julie (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:26
Gleðilegt sumar
Það er örugglega komið meira sumar hjá þér en okkur hér á klakanum. Annars var gott veður í dag og 12 stiga hiti í gær og 7 stig í nótt en ég fór í gærkveldi út að borða eins og þú sást á blogginu endilega kíktu á myndirnar hjá mér. bæó
Áslaug (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.