Á þörfinni ...

... frekar slæmt þegar þegar maður er á þörfinni fyrir að skrifa eitthvað inn á bloggið sitt. EKki það að ég mætti gera mikið meira af því, sérstaklega þegar ég hef lofað öllu fögru varðandi bloggið - síðustu mánuðina!

Það er annars lítið að frétta frá okkur. Ég kem heim 14.des og tilbaka með morgunflugi 1.jan! Skemmtilegt það- maður hefur þá 3 tíma til að plana hvernig maður ætlar að standa við áramótaheitin sín;)

Við erum enn í krísu um hvað okkur langar að gera/ hvað við getum gert. Þetta herbergi mitt er frekar lítið fyrir okkur bæði 2, og ef ég á viðurkenna þá er ég hálf þreytt á að búa hérna. Draumurinn um mitt eigið eldhús magnast upp í hvert skiptið sem ég stíg inn í eldhús - og þá sérstaklega þegar allt er í RÚST þar - sem er nánast alltaf! ?
Og það væri heldur ekki slæmt að hafa eitt svefnhergi, svona sér, svona í ljósi þess að við sofum á sitthvorum tímanum. (svona næstum)

Hef verið eitthvað slöpp seinustu vikurnar, on off hausverkur síðustu 4-5 vikurnar og svimi í hvert einasta skipti sem ég stend upp. Þessa vikuna varð ég enn verri og hausverkurinn magnaðist með hverjum tímanum og ég gat ekki staðið lengi án þess að svima. Skellti mér loksins til læknis- en þó eiginlega bara því mér var skipað af mömmu og kærasta.

OG eeeelsku læknirinn minn vildi meina að hausverkurinn væri því ég væri nemandi - því halló, eins og allir vita þá reynir á að læra og lesa. Þetta fékk ég að vita eftir að ég sagði að ég væri ekki vön að fá hausverk, hafi fyrst fengið hausverk þegar ég var 16 ára og gæti talið á fingrum hægri handar hin skiptin- þar til þetta byrjaði núna í enda sumars. Sviman gat hún altså ekki útskýrt samt sem áður. Og þar með var læknisheimsóknin búin í hennar augum - þar til ég bað vinsamlegast um að hún sendi mig í blóðprufu, sem hún tók ekkert of vel í fyrst, það væri föstudagur og að koma helgi. Fékk nú samt sem áður blaðið með mér, og gæti farið í næstu viku; sem verður það fyrsta sem ég geri í byrjun nýrrar viku. Ég fer svo einnig í hjartarit ásamt einu öðru riti. Vona svo bara að það komi það besta úr þessu öllu saman :)

Ekki verður mánudagurinn bara þekktur fyrir blóðprufur og rit, hafði hugsað mér að verða 20.ára þann daginn líka. Finnst frekar leiðinlegt að hugsa til þess að ég sé ekki að halda upp á 20 ára afmælið mitt, en ég bíð þá bara spennt þar til ég verð 21, þó eg eigi ekkert frekar von á að halda upp á það þann daginn.

Ég skelli mögulega inn niðurstöðum úr prufum í næstu viku, og fleiri fréttum ef eitthvað afar spennandi gerist næstkomandi viku. Þangað til hef ég allavega ekkert að skrifa.

Góða nótt og sunnudag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!!!!!!! *Tjútt tjútt tjútt*

http://www.youtube.com/watch?v=_Xiq0Tn6OuI 

Hlustaðu svo á þetta nokkrum sinnum í dag og dillaðu þér, og segðu ,,tjútt tjútt tjútt"!

Júlíana (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband