Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Í háskóla ég fer ...
24.10.2007 | 12:01
Gerið það fyrir mig og komið með eitthver gáfuleg svör !
LOKSINS hef ég komið mér í það að fara í gegnum ÖLL nám sem eru í boði hérna í dk. Hérna er útkoman : Það sem ég gæti hugsanlega hugsað mér að fara í
Lægemiddelvidenskap - hmm nú er ég ekki með íslenska orðið fyrir þetta, en þetta er lyfja eitthvað ... ( Veit hvað þetta er, bara ekki íslenska orðið =S )
geologi - jarðfræði
filosofi - heimsspeki
sociologi - félagsfræði
farmaceut - lyfjafræðingur
dansk - danska
engelsk - enska
sygeplejerske - hjúkrunarfræði
sprog - tungumál
Eeeeen langar samt í raun og veru ekki að læra neitt af þessu :( þá veit ég nefnilega ekkert hvað ég á að vinna við í framtíðinni.
Er að BILAST á að þurfa að velja mér nám. Mig langar í lækninn - en það er ALVEG út úr myndinni, þar sem ég er ekki séní með 9,3 í meðaleinkunn (á 13 skalanum ) sem væri þá eitthvað rétt undir 9 á íslenskum skala.
Getiði hjálpað mér og sagt mér kosti og galla við þessi fög ? og hvaða vinnumöguleika þetta hefur upp á að bjóða ?
Lena ~ sem þarf að ákveða eitthvað svona mikilvægt sem fyrst :'(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Banana Pönnukökur
18.10.2007 | 17:42
Ég ætla að láta verða að því og blogga !
( *hneigi mig* fyrir öllum þeim sem klöppuðu)
og í þetta sinn ætla ég EKKI að vera búin að skrifa alveg heilan helling, hugsa svo nei þetta er ekki nógu fínt og stroka allt. ÞAÐ hef ég nefnilega gert seinustu 4 skiptin sem ég hef reynt að blogga eitthvað.
En það er samt ekki eins og ég sé að valda ykkur vonbrigðum, hef nú alveg heyrt í ykkur flestum sem lesa bloggið mitt. Þannig ættuð að vita hvað hefur gerst og svona. Þó það hafi nú ekki mikið gerst.
Eða ? Jújú, fórum útum allt seinustu helgi. 3x á strikið og 2x í Tívoli =O ( þá er ég ekki að tala um að ég hafi bara farið út úr Tívolíinu og fengið mér að borða, og svo aftur inn )
Afrekaði það líka á sunnudaginn að sofa MIKIÐ. Svaf frá 2 12, sofnaði svo aftur um 1 að degi, og svaf til 5, og tókst svo að sofna um 11 um kvöldið og sofa til 6/7 á mánudagsmorgninum.
Og til að láta ykkur vorkenna mér ...
... mér finnst það ætti að vera bannað með lögum að æla á almannafæri. Hvernig dettur fólki í hug að gera öðru fólki að æla svona um allt. Fyrst á föstudaginn sá ég einhvern æla langt í burtu samt, þannig var ekkert að kippa mér eitthvað upp við það. En svo þegar við vorum í lestinni á leiðinni heim um kvöldið þá var ég og Ívan eitthvað að tala um Hard Rock café eða hann var að segja mér frá einhverju. Og svo allt í einu lít ég eitthvað til hliðar, og byrjaði bara að kúgast og varð að biðja Ívan um að segja mér seinna frá þessu. Því ég bara var að fara úr þessum lestarklefa því að maðurinn á móti ældi á fötin sín ( hann REYNDI samt að æla í poka )
Mér er sko alveg drullusama hversu drukkið fólk er, ég vorkenni því sko ekki neitt þegar það þarf að æla en EKKI æla fyrir framan mig, nema þið viljið að ég æli á ykkur !!!!!!!!!!!
Hélt ég ætlaði aldrei að hætta að kúgast ..... greyjið ég !
EEEEEn þetta var ekkert búið sko, því að þegar ég kom til Köben daginn eftir þá hafði einhver ælt á götuna þar sem maður þurfti að labba til að komast í lyftuna, eins gott að ég var ekki ein,því ég hefði virkilega hugsað til þess að taka bara lestina á næstu stöð til að sleppa við að fara í lyftuna.
Og af öllu þessu ælu dóti þá þurfti mig náttúrulega að dreyma að ég hafi ælt út um ALLT í einhverju herbergi og vaknaði svo á sunnudagsmorgninum að drepast úr ógleði allt þessu fólki að kenna sem gerði mér það að æla bara útum allt í Köben !
Hvernig ætli banana pönnukökur smakkist? Stundum þegar ég elda hafragraut á dagin þá stappa ég banana með, semsagt borða þá hafragraut með banana, mjólk og kanilsykri ( ekki einu sinni spyrja og er það gott? ég væri ekki að borða þetta ef þetta væri vont )
OG núna er ég að hlusta á lag sem heitir Banana Pancakes. Mig langar svolítið til að smakka svona, hvernig ætli maður baki þetta?
Ætli þetta séu kannski bara pönnukökur með bönunum á, eða bananar í pönnukökudeginu ??
Hmm eitthvað fleira?
Já, ég fékk GEÐVEIKT flotta mottu í herbergið mitt í gær ( ásamt reyndar öðru dóteríi ). Snædís og Máni fengu svona bílamottu inn í herbergi sitt um daginn, man ekkert hvernig ég orðaði það, en einhvern vegin að hvort þetta væri ekki handa mér svo töluðum við um að hafa þetta inni í stofu þegar það kæmu gestir :P
Svo í gær, þegar þau fóru í IKEA keyptu þau þessa stórfína mottu handa mér =D ótrúlegt en satt þá er ég alveg þannig manneskja að ég myndi alveg hafa svona undir stofuborðinu mínu bara uppá húmorinn og til að sjá hvernig annað fólk myndi bregðast við =P
Held eg fari í það að blogga alla vega einu sinni í viku héðan af ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landafræði í Danmörku?
8.10.2007 | 19:42
Í skólanum hjá eldri stráknum á heimilinu eru 2 "salir" þegar maður kemur inn þeim megin sem stofan hans er. Í þeim "sal" sem skólastofan hans er ekki er einn veggur þakinn myndum af Evrópu... greinilega skólaverkefni. Því það er allt "svart - hvítar" myndir. og svo er búið að lita eitt land með lit, og segja frá því landi - semsagt svoleiðis við hvert einasta land í Evrópu.
Í þessum "sal" eru skólastofurnar hjá krökkunum í 4-6 bekk ( að mig minnir ) sem segir mér að það sé sá hópur barna að læra þetta í landafræði kennslu.
Og þar með hef ég komist að því að börn læra landafræði í skóla hérna í Danmörku ---- eða hvað ?
3 af hverjum 5 manneskjum sem ég hef talað við af netinu eða hitt frá netinu ( fólk frá dk ) hafa ekki grænan um hvar Ísland liggur. Í raun kippi ég mér nú ekki mikið upp við það - eða þannig. Meina, þó það væri ekki kennt í landafræði þá neita ég að trúa að Ísland ( fagra Ísland ) komi barasta EKKERT fram í sögu Danmörku. Ég meina - ég veit að Færeyjar og Grænland eiga líka stað í sögunni. og það er nú ekkert svo langt síðan að Ísland var undir stjórn Danmerkur.
En það allra besta var þegar ég hitti unga stelpu hérna um daginn ( jahh - eða kannski var hún ekkert svo ung, aðeins eldri en ég ) og við stöndum fyrir framan landakort. Hún var búin að segja mér áður að hún hafi ekki hugmynd hvar Ísland er, þannig ég ákvað nú bara vera góð í mér og benda henni á það. Hún horfði lengi á kortið og sagði svo
"afhverju hélt ég alltaf að það væri tengt Finnlandi ? Semsagt einhvers staðar hér" og benti á Tékkland !
horfði svo á mig og spurði
"Eða er Finnland kannski ekki hér?"
Ég brosti bara og sýndi henni hvar Finnland er
Ég veit ekki alveg en ég er nú ekkert súper góð í landafræði, en að vita ekki hvar Norðurlöndin eru, þegar maður býr sjálfur í einu þeirra, finnst mér nú hálf skammarlegt.
Er þetta kannski bara eitthvað sem er að gerast á Íslandi líka? Það að folk veit ekki lengur hvar nágrannalönd sín liggja?
já maður spyr sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danmörk
8.10.2007 | 19:39
Flutningur til annars land getur reynst erfiður, en einnig getur það verið afar gott fyrir sál og líkama. Fer eiginlega allt eftir því hvernig maður ætlar sér að venjast því að búa í öðru landi, hvort menningarmunur sé mikill og fleiri stórir hlutir sem spila inn í.
Markmið mitt er að gera sem lang best úr þessu, enda hefur mig alltaf langað að flytja til Danmerkur. Og loksins lét ég verða af því.
Þar sem mér finnst ótrúlega gaman að pæla í menningarmun, mun á tungumáli, fólki, og öllu því sem hægt er að finna upp á, ákvað ég að koma mér bara upp síðu þar sem ég gæti einfaldlega skrifað um allt það sem mér finnst skrítið, æðislegt, skemmtilegt, leiðinlegt, en þó það besta : Öðruvísi, heldur en það land sem ég hef alltaf búið á, áður : Ísland :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)