Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Svampur Sveinsson í Kína !


MBL les hugsanir =O


Eða ekki ...

Alveg fannst mér með ólíkindum að MBL skuli ekki hafa komið með frétt um sprenginguna sem var í Köben í gærmorgun, ég var nú alveg á því að MBL hefði lesið hugsanir mínar sem voru einhvern veginn á þessa leið

"Já neinei, nú mega þessir Íslendingar alveg hætta að setja inn þessar frekar ó-geðslegu fréttir hérna frá Danmörku. Morð, einhver stúlka lokuð inn í kofa, sprengingar, mótmæli ... svona áður en foreldrar mínir krefjast þess að ég komi mér heim til Íslands - þar sem aldrei gerist neitt ( sem er náttúrulega ekki satt ) !"

En neinei, svo gott var það ekki. Nú þarf ég bara að krossa putta um að foreldrar mínir hafi ekki séð þetta ;) ekki það að þau hafi eitthvða "leyfi" til að segja mér til núna - þó mamma mín vilji meina annað =P ( en þar sem ég ósköp góð manneskja þá eru þetta nú foreldrar mínir, og ég virði og íhuga vel það sem þeim finnst )

En þessi frétt þótti nú samt ekki það merkileg að hafa hana lengi á forsíðunni - hún var allavega ekki lengur þar um klukkan 5 í gærdag, en samt var ennþá fréttin um risa stóra frímerkið ( úúú já ! hverjum þykir ekki merkilegt að lesa þá frétt í 8unda sinn- ég ræð mér ekki af spenningi )


hálka já ?

Úff .. engin hálka hér hjá mér, en samt tekst mér ad fljúga á hausinn. !


mbl.is Reykjanesbraut lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpuhelgi

ákvad ad skella mér heim til Petru thessa helgi og eyda helginni thar. Ætlum til Hillerød i kvøld - erum einmitt i thvi ad gera okkur til nuna ( thad er ad segja .. eg i tølvunni og hun i sturtu =P )

Bøkudum gedveikt goda pizzu adan, mmmm ... nádum samt ekki ad klara hana - munum ad øllum likindum klara hana svona rett adur en vid førum utur dyrunum eda svo ...

svo verdur dansad pitsuna af ser i nott - asamt thvi ad drekk øgn af áfengi ( Sssshhh ... seinasta helgin thennan manud allavega ! )

Fyrsti stræto fer svo heim kl 7:50 puha ... gaman thad. En vid ættum nu ekki ad lata okkur leidast svo mikid thar sem vid høfum felagsskapinn af hvort ødru. Ef mig minnir rett tha verdum vid komnar heim um half 9. ... geri rad fyrir ad thad verdi farid beint ad sofa..

Annad kvøld fer svo i video ! eda dvd :P skemmtilegt thad.

 En ja .. leidist ad skrifa a svona utlenskt lyklabord

Goda helgi

 


Þá er það ákveðið ...

Hjúkrunarfræðin er það !

Ég er búin að vera velta því fyrir mér síðustu 4 mánuði hvað ég ætti nú að fara í í háskóla hérna í Danmörku, og ég held ég hafi bara ALDREI þurft að taka jafn stóra ákvörðun áður.

Í fyrstu var það læknirinn. Þegar ég áttaði mig á því að ég kæmist ekki inn nema kannski með að taka prófið fyrir að læra í Ungverjalandi þá fannst mér það ekkert nema glatað. Ágætur vinur minn minnti mig þá á alla ókostina við það að vera læknir og þar með langaði mig bara ekkert að vera læknir - ég var víst bara að hugsa um launin FrownBlush

Svo fór ég í það að hugsa að ég gæti nú alveg verið Hjúkrunarfræðingur - en nei .. það var víst ekki nógu gott fyrir mig. Það er ekkert súper vel borgað og bara leiðinlegt. ÉG var víst greinilega bara ennþá fúl yfir að komast ekki í lækninnJoyful

Ég skoðaði svo ALLT sem kennt er hérna í Danmörku sem tengist hjúkrun / lækna eitthvað, en fann ekkert sniðugt.  Það hentaði bara EKKERT mér Pinch oooog hvað geri Lena þá ? 

Ég tók mér smá "pásu" frá því að hugsa um skólann. Ætlaði bara að hugsa um eitthvað allt annað - og það tókst og vá hvað það var gott að hafa engar áhyggjur, ég hafði jú alveg 4 mánuði til að hugsa um þetta.  

1 mánuður leið og ég byrjaði að hugsa um þetta vandamál mitt aftur, en bara frá allt öðru sjónarhorni. Í hverju er ég nú best í út frá námi ? ... Tungumálunum, enda hef ég ótrúlega gaman að því að læra tungumál. Spænska og Enska - enskan myndi í raun henta mér mikið betur upp á allt, en mig langaði samt svolítið mikið í spænskuna. Ég hætti samt að hugsa um spænskuna stuttu seinna  .. og hélt mig bara við enskuna. Smile

Fyrir svona 2 vikum fór ég að hugsa enn og aftur ( enda STÓR ákvörðun - og því eins gott að hugsa sig vel um ) hmm .. kannski spænskan sé bara betri en enskan? Ég verð alltaf yndislega pirruð ef ég veit ekki hvað ég vil ... og þar sem ég passa mig að vera ekki pirruð við fólkið í kringum mig ( enda eiga þau það ekki skilið ) þá var ég bara enn meira pirruð út í sjálfa mig BlushUndecided

Ennþá í dag var ég pirruð - vita ekki neitt og búin að drepa vini mína úr leiðindum með að tala um þetta. Ákvað samt í morgun að í dag skildi ég gera eitthvað af viti í skólamálunum. Svo talaði ég við "björgunarmanninn" í dag - hana Júlíönu, sem bjargaði öllu.  Joyful ( Takk Júlíana mín Kissing )
Hún minnti mig á að mig langaði alltaf í hjúkkuna, að ég hefði svona nokkurn vegin verið búin að ákveða það. Í fyrstu var ég alveg nahhh ... en svo skoðaði ég skólana sem eru í boði og svona. 

Sko mig - fann bara þennan fína háskóla í Köben sem kennir hjúkrunarfræðina sem ég get farið í Grin þannig nú er það bara að klára umsóknina mína og senda hana .. og voila - allt klappað og klárt ! Cool 

Efast ekki um að þetta verði spennandi - ég get nefnilega bæði unnið hjá Rauða krossinum og Læknar án landamæra ... Ég hlakka allavega ótrúlega til að klára þetta ( ehm, maður ætti kannski að byrja fyrst Whistling ). 

En nú spyr ég ..
Ætli ég sé ekki bara fín í hjúkrunarfræðina?? - eitthvað alveg fyrir mig ? 


Jiii -10°c

Jiii ég sem ætlaði sko þvílíkt að kvarta yfir grenjandi rigningu - sem er ALLTAF þegar ég ætla að fara í bæinn á kvöldin ! Sem þýðir - Lena þarf að kaupa regnhlíf takk fyrir ! =)

 En svo sá ég á mbl að það væri um -10°c frost (heima) á íslandi ... og allt í einu var ég rosa ánægð með 5°c hitann hérna í dk .. þó það væri rigning. Það er samt eins gott að það verði ekki svona kalt þegar ég kem heim í mars ! ... þá fer ég frekar til Írlands með Petru! 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband