Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
mánudagur - vigtun
22.9.2008 | 18:21
Mánudagur í dag sem þýðir vigtunardagur - líkt og föstudagar ( sú tala er bara svona til að sjá hvort mér hafi gengið ágætlega í vikunni - og til að sjá hvort ég sé bara að sukka um helgar í stað virka daga )
Ég fékk plús tölu upp í morgun, sem þýðir að ég hafi bætt á mig síðan síðasta mánudag. Ég veit ég ætlaði að koma með töluna inn ( muninn ) en fæ það samt ekki af mér að koma inn með plústölu - held það sé alveg nóg að þið vitið að ég þyngdist.
Þar sem ég verð alveg ágætlega pirruð ef það kemur plústala þó ég eigi alltaf upp á mig sökina ( Nema náttúrulega þegar Petra er hérna um helgar og treður í mig gúmmílaði þegar ég sef! :P ) þá geri ég aldrei neitt í því. Í flestum tilvikum fær það fólk til að standa sig betur en vikuna áður en ég held bara áfram sama farinu - nema þegar ég virkilega hugsa um hversu mikið ég ætla að standa mig ...
og það er mín hugsun núna ( hún getur breyst á 10 mín! ) :)
Elsku besta, vinkona mín hún Júlíana gerði fyrir mig hlaupaplan - án djóks. Ekki það að það sé eitthvað ólíkt að hún geri það fyrir mig en ólíklegra að ég fari eftir því. En það var samt annar dagurinn í dag ( fyrsti dagur plans, annar hlaupadagurinn ) og ótrúlegt en satt þá var þolið betra í dag en í gær, og ekkert smá ánægð með það og hugsunin þá núna að mig langi að halda áfram að vera dugleg. ( og þar sem hún ætlar að vera fjarþjálfari minn, þá er eins gott fyrir mig að standa mig :P )
____
annars er voða lítið að frétta. Petra var hérna um helgina, og Amir aðra nóttina. Fór í Tívolí í gær með Pascal og Lisbeth ( Couchsurfing!) því það var síðasti dagur sumardagskrás tívolís :) Ekkert smá fín flugeldasýning í endann - og þar sem ég tók hana upp þá kem ég kannski með hana hingað inn í næsta bloggi. Hef svo eytt öðrum tíma í lærdóm og eldamennsku af grænmeti sem ég er orðin nokkuð ánægð með að borða MIKIÐ af. - enda ekki borðað neitt kjöt af viti síðustu .. MARGA daga, á þó von á að það breytist næstu helgi þar sem ég fer yfir til ömmu og afa í helgarheimsókn - rétt til að slappa af og læra :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífstíll, önnur tilraun.
17.9.2008 | 20:21
Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að skrifa inn á þessa síðu um megrunina mína. - eða í raun engin megrun, bara nýr lífstíll ef svo má kalla. Held það myndi setja meiri pressu á mig að standa mig vel.
Ég er ekki að byrja núna, búin að vera í stöðugum breytingum síðan í janúar á þessu ári ( - 13 kg )og þar áður var það frá (maí) ágúst til Desember árið 2006.( - 42 kg ) Ég bætti á mig einhver kíló árið 2007, en hefur tekist að taka þau af aftur og örfrá fleiri en það. Í heildina frá ágúst 2006 hef ég misst 46 kg.
Held að flest allir sem þekkja mig vita að ég má alveg missa mörg kíló til viðbótar við það sem ég hef misst áður. Fyrir fólk sem er kannski nýtt hérna inni ( sem hefur ekki lagt það í vana sinn að kíkja áður inn, eða fólk sem ekki þekkir mig ) þá hef ég líka ákveðið að taka það skref að koma með fyrir eftir myndir, og kílófjölda sem ég hef losað mig við.
Ég í september 2005. Bætti á mig 10 kg eftir að þessi mynd var tekin til maí 2006.
Ég í ágúst 2008 á þessum tveimur myndum.
Og svo 2 aðrar myndir; önnur frá Sept 2006 og svo hin frá sept 2008 ( fann enga betri )
Nú ættu þið að hafa einhverja hugmynd um hvernig ég lít út í dag - og áður.
Líkt og flestir þá á ég mér 2 markmið frá deginum í dag;
-4,3 kg fyrir afmælið mitt ( 16.nóvember )
-8,3 fyrir jól / áramót
Ég ætla ekkert að vera koma inn með þyngdina mína, en mun þó koma með inn hversu mikið fer af hverja viku - eða, ef svo leiðinlega vill til að það komi plústala :(
Þegar ég byrjaði fyrst árið 2006 þá missti ég voðalega hratt ef svo má segja öll þau kíló sem ég missti. Eða um 42 kg á 8 mánuðum. Ég verð samt að viðurkenna að þó ég hafi kannski ekki að vera nota rétta aðferð þá dett ég oft í þá hugsun að gera það sama núna og áður, sem í stuttu máli var að borða eins lítið og ég gat yfir daginn og hreyfa mig MJÖG mikið - en þó án þess að verða eitthvað orkulaus, þannig ég get ekki sagt að ég hafi verið í einhverri hættu þannig það væri ekkert útilokað að fara aftur í sama farið - ef ég hefði agann.
Í dag geri ég voða lítið annað en að borða hollt, reglulega og sleppa öllu sætindum ( kökum, snakki og nammi ) og það virkar ágætlega. Ég er enn að reyna að venja mig að drekka meira vatn, en er komin upp í lítra á dag sem er betra en ekkert.
Held það sé voða lítið annað sem ég get skrifað hérna inn um nýjan lífstíl- þó ég sé viss um að ég sé að gleyma einhverju, sem kemur þá bara seinna inn.
Frá einu í annað;
Fyrir vini og fjölskyldu. Allt gengur rosalega vel með skólann og annað. Var samt smá fúl um daginn þegar það var stolið mat úr minni skúffu í ískápnum ( sameiginlegt eldhús ) en fékk afar góða afsökunabeðni frá þeim sem stal matnum og fékk svo gos í staðinn frá honum ( haha,... góður andi hérna á ganginum ).
ÉG er enn að reyna að koma mér upp rútínu með skólann, tekur mig alveg rosalega langan tíma að komast yfir allt það lesefni sem ég á að lesa - en held þetta verði bráðum betra þegar ég er orðin vön að lesa svona mikið á dönsku.
Er ekki enn komin með neitt inn í herbergið mitt nema bara rúmið sem Ívan og fjölsk eiga reyndar. Stefni á að kaupa mér skrifborð og skrifborðsstól sem fyrst svo ég geti vanið mig á að hafa almennilega læriaðstöðu hérna heima þar sem ég endist ekkert voða lengi á gólfinu - og svo verður mér alveg ágætlega illt í bakinu á að sita í rúminu og læra - sem er síður en svo að gera sig.
Er að vinna í því að finna mér hjól þar sem mig langar að koma þeirri hreyfingu inn - og spara um leið peninga með lestinni. Tekur ekki nema 20 - 25 mín að hjóla í skólann, og 30 mín til að komast inn til Hovedbanegården sem er ekki svo slæmt. Myndi samt örugglega kaupa lestarkort í nóv - jan svona yfir köldustu mánuðina - og því ég á líka von á því að ég fari oftar inn í bæinn þann tíma.
Fékk línuskautana mína á sunnudaginn og hef verið að leita af góðum stígum til að línuskauta, hef samt ekki fundið neitt hérna í kring og held mér þá bara í hugsunina að fara inn á Amager strandpark þar sem ég er æðislega línuskauta pláss :)
Fór í fyrsta praktík dag í síðustu viku, alveg ágætt en samt ekkert til að hrópa húrra yfir þar sem ég var ekki að sjá neitt nýtt og allar þær sem fóru upp á spítala ( sem voru allar nema ég og ein önnur stelpa - frekar fúlt .
Annars ekkert nýtt frekar en fyrri daginn þannig læt nægja í bili :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ný byrjun
3.9.2008 | 19:10
Með hjálp foreldra, vina og vandamanna og trú á sjálfri mér hef ég náð þeim árangri að byrja í háskóla. Önnur vikan núna og ég gæti ekki verið ánægðri með allt. 30 stelpur í mínum bekk, 28 fráDK, ein frá Noregi og svo ég. Aðstaðan þarna er æðisleg; eldgamalt hús - enda elsti hjúkkuskólí í landinu - stofnaður af Dronning Louise árið 1863.
Þar sem þetta er nokkurs konar klaustur þá eru nokkrar myndir af nunnum, ritningarvers úr nýja testamentinu, okkar eigin kirkja, ( hótel og elliheimili líka reyndar ) og andrúmsloftið þarna er æðislegt.
Fullt fleira nýtt samt heldur en bara skólinn. Er flutt inn til Köben í þetta fína herbergi;
Skal alveg viðurkenna að það er svona smáááá tómlegt þessa dagana, en þetta kemur allt, vonandi :)
Fleira nýtt?
"Nýkomin" heim frá Svíþjóð þar sem ég var í 5 daga. Var hjá strák frá Couchsurfing í litlum bæ sem heitir Oskarshamn. Keyrðum slatta í næstu bæi svo ég gæti skoðað mig um og enduðum svo á því á laugardaginn að keyra niður með suð austur ströndinni þannig nú get ég sagt að ég hafi séð slatta mikið af Svíþjóð.
Fyrir þá viku sem ég var í Svíþjóð var ég að "hýsa" fólk frá couchsurfing, 5 manneskjur + Petra var hérna yfir eina helgi. Fór líka á 3-4 couchsurfing meetings, ekkert smá dugleg!
Fyrst var það Dan frá Californiu, hann var hérna í 4 nætur. Við máluðum bæinn rauðann ( í orðsins fyllstu merkingu, þar sem mér tókst að detta nokkrum sinnum og "málaði" þannig bæinn rauðan með nokkuð stórum sárum sem ég fékk ). Fórum í "open air bíó", í tívolí ( tivoli goes gay, CS event ) , bari, löbbuðum alla köben og ég held ég geti sagt að ég sé vel ánægð með þá fyrstu "couchsurfing hosting experience" sem ég fékk.
Á mánudeginum fór ég á CS meeting í Christiania og svo á RizRaz ( sem er núna uppáhalds veitingastaðurinn minnn ! :D )
Næst var það Jari frá Finnlandi sem var í 2 nætur. Við dönsuðum skóna af okkur ( endaði á því að ég eyddi hluta af kvöldinu í hans skóm! ), sátum á pride square og drukkum vín, borðuðum pizzu og fleiri skemmtileg heit.
Og svo Markus frá Þýskalandi, sá að hann var kominn til Köben klukkan 10 um kvöldið og ekki enn búinn að finna stað til að gista á þannig ég hringdi og sagði að hann gæti alveg verið hérna. Hann kom svo hálftíma seinna og við töluðum langt fram á nótt um skóla og matar mun í löndunum ( þýsklandi, Dk og Íslandi ).
Á Laugardeginum var gay pride gangan sem ég og Ariel tókum þátt í ( Ariel frá puerto Rico ). Ætluðum bara að ganga með en enduðum samt í miðri göngunni og löbbuðum fyrir "bøsse og lesbiske students" :D
Eftir gönguna hitti ég Sune og Hanna og við fórum í Fælledparken á óperusýningu og vorum með picnic. Fórum svo út um kvöldið, og svo gisti Hanna um nóttina.
Hanna, ég og Sune fórum svo á amager strandpark þar sem við hittum Markus ( frá þýskalandi ) og við eyddum deginum þar ..
Sunnudagskvöldið kom Rogelio frá Mexico og var svo eina nótt. Ég var dauð úr þreytu þegar hann fór svo- enda kannski ekki mælt með því að hýsa sovna marga á stuttu tímabili.
Í seinustu viku fór ég svo í Rustur með skólanum ( einskonar busaferð ). Keyrðum í 2 tíma og svo ferja í ca 40 mín. Enduðum á litlri eyju sem heitir Femø. Eyddum 2 nóttum þar - með einskonar þemapartý. Með glæsibrag tókst mér að verða veik - fékk eitthvað í hausinn og gat ekki hreyft augun og tárin láku af sársauka. Missti þar af stærsta partýinu - en mér var svosem sama á því augnabliki - enda ekki mikið sem ég gat gert annað en að liggja upp í rúmi.
Fékk að vita í dag að maður þarf að vera fljótur að sækja um 4mánaða praktík í útlöndum - sem verður eftir 1 ár. hef nokkurnveginn tækifæri á að sækja um í hvaða landi sem er sem er með Diakonisses skóla - sem ísland er ekki með! Ætla byrja á að sækja um Brasilíu - og svo Tæland. Brasilíu ferð væri meira ferli því skólinn er ekki í beinu samstarfi við landið - en þó er hægt að fara .. og því ætla ég að reyna á það umsóknarferli. ( Enda minn draumur að fara þangað! )
Er að vinna í því að koma matarræðinu í gegn - og á sama tíma að reyna spara pening við matarinnkaup. Byrja núna næsta föstudag á vikuinnkaupum og er meira að segja kominn upp með lista og alles :D Eins gott að hann geri eitthvað gagn.
Held ég láti þetta nægja í bili ..
p.s. Ég ætla að minna á að þó ég sé byrjuð í hjúkrunafræði námi þá þýðir það ekki að ég hafi þann yfirnáttúrlega lækningarmátt ... þannig myndi bara sleppa því að spyrja mig "afhverju ætli þetta sé - er þessi hósti eðlilegur" og fleira í þeim dúr - ég hef nefnilega ekki hugmynd; mæli bara með læknisferð ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)