Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Leigubílaferðin mín frá Prag - hálfa leið til Berlín

Á ferð minni um mið Evrópu seint á síðasta ári enduðum ég og vinur minn á því að taka leigubíl frá Prag til Dresden, í Þýskalandi. Peningaeyðsla??

Ekki beint í þessu tilfelli samt sem áður.  Þennan dag komumst við að því að það er GLATAÐ að fara á puttanum frá Prag - á leið inn í Þýskaland. Fyrst biðum við í 1 tíma, og ætluðum svo að taka bara lestina - seem kostaði 100€ sem ég var EKKI að týma. þannig við fórum aftur á hitchhiking staðinn - og þar stopppaði þessi fíni leigubíll sem var á leiðinni til Leipzig og við gátum alveg farið með ...

 og þar með get ég sagt að ég hafi farið í leigubíl á milli landa, eina 200 km :D Þarf náttúrulega ekkert endilega að fylgja með sögunni að ég hafi í raun ekki borgað fyrir þetta, það er allt annað mál! 

Það er samt önnur saga frá þeirri ferð - það er þegar leigubílstjórinn henti okkur út á miðri hraðbraut, en sú saga fer ekki hér inn í þetta sinn!

 


mbl.is Tóku leigubíl frá Tékklandi til Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Julie til DK

Ef allt gengur eins og planið er þá eru að eins 10 vikur og 5 dagar þar til

Júlíana kemur til

 

Danmerkur!!!!!!!!! :) 

 

Sorry Júlíana, var bara hægt að gera upp í 36 punkta letur ;)

Og við erum ekki að tala um viku heimsókn, heldur nokkra vikna veru hérna úti. Kaupmannahöfn getur farið að undirbúa sig fyrir allmörg partý í sumar og rauðan bæ!


ég, ég og ég ..

hef nákvæmlega ekkert skrifað hérna inn síðustu vikurnar og ákvað því að koma með smááá update.

Skólinn gengur bara venjulega. Þetta módul fer í tauga, maga / þarma og öndunarsjúkdóma og við búin að vera í eintómum verkefnavinnum. Minn hópur heldur svo 20 mín fyrirlestur 31sta mars og fer svo í viku lokapróf 1-8. apríl.
Ég kláraði dönskunámskeiðið mitt á mánudaginn. Hef verið að velta því fyrir mér lengi að hætta því mér finnst ég fá svo lítið út úr þessu + það er stórmunur á að vera svíi eða íslendingur að læra dönsku, ég á það allavega ekki til að skipta yfir í "mitt" tungumál í tímunum heldur píni mig að tala dönskuna. Fékk svo að vita frá auka kennara í gær að ég ætti ekkert að vera eyða peningunum í annað námskeið því ég væri orðin það góð, en gæti samt tekið smáá R æfingar af og til ( ég á MJÖG erfitt með að ná R-inu ). ... ég á samt sem áður langt í það að vera mjög góð!

Ég ákvað að fara til Úganda á næsta ári. Er í því að skrifa email og svona til að finna skóla úti sem er til í að taka mig inn - og senda mig í praktík. Ég mun örugglega fljúga til Kenýa og þaðan til Úganda - örugglega Kampala en ekkert alveg víst, en verð alveg pottþétt ekki í einhverju krummaskurði. Þetta er samt ekki fyrr en fyrst í apríl á næsta ári.


Mér leiðist ekki eins mikið núna eins og áður... Ég er byrjuð að sækja um einhverjar vinnur, fer í sund, kaffihús ( 3 kvöld í þessari viku! ) og svo skólinn bara. Ætla líka að eyða smá tíma í að læra Swahili - svona aðeins betra að kunna smá í tungumálinu þegar ég flyt út Smile

held það sé ekkert annað sem ég get sagt .. reyni að standa mig betur hérna inni á næstunni. ( oohh,ætli éghafi ekki sagt það áður! ) 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband