Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Píkutal!
27.4.2011 | 13:45
Ég er þessi feimna týpa, en af einhverjum ástæðum er óeðlilega auðvelt fyrir mig að tala um píkur. Píkur hér og þar, við alla og enga (svona þegar ég dett í píku rökræður við sjálfa mig), hægri og vinstri. Píka, píka, píka.
Hef aldrei skilið það vandamál að vera ekki innan fullkomna lúksins. Við hvað mæla konur!?? Hvað er fullkomin píka? Ég get breytt mörgu á líkamanum mínum (án aðgerða), en píku breytingar eru erfiðar. Og hverjum er ekki sama? Og þó það væri til hin fullkomna píka, litarhaftið, stærð, lögun, hverjum langar þá að hafa alveg eins píku og vinkonan og nágranninn? Afhverju er fjölbreytnin ekki leyfð eða samþykkt? Ég er allavega sátt við mína píku, en þú? Það þýðir samt ekki að allskyns vandræði eða sjúkdómar hoppa framhjá píkunni og þú garanteruð um hamingjusamt vandræðalaust píkulíf.
Ég er ein af þeim heppnu sem byrjuðu á kvensjúkdóma-feril minn mjög ung, eða rúmlega 15 ára. Fékk vinkonu mína með til kvennsa og útpældi ALLT sem gæti gerst. Sat á biðstofunni með smá stresshnút í maganum. Þegar ég kom inn á stofuna breyttist einhvern veginn allt og ég talaði svo mjög opin um mín vandræði (innri kynfæri, ekkert píkusamhengi), en var allan tíman viss um að ég þyrfti að setjast upp í þennan hvíta stól með tilheyrandi statífum fyrir fæturnar með píkuna í brjóst-hæð við kvennsa. Og hvað ætli kvennsinn hugsi!?
En svo sagði kvennsi að hún vildi sjá mig aftur eftir einhverjar vikur, engin skoðun í þetta sinn! Og ég sem var orðin nokkuð forvitin, varð frekar vonsvikin. Nú þurfti ég að bíða í nokkrar vikur enn til að vita hvernig þessi ansans skoðun fer fram, semsagt meiri stress!
Ég hafði valið kvenkyns lækni, enda algjörlega út í hött að velja að ásettu ráði einhvern karlmann til að skoða mínu píku. Nei takk! Og afhverju í ósköpunum ætti karlmaður að vilja skoða svona margar píkur!?
Anyway. Fór í skoðun nokkrum vikum seinna, og viti menn það var EKKERT mál! Og í dag, eftir margar skoðanir er ekkert öðruvísi að fara til kvennsa en tannsa.
Og svo þroskaðist ég. Og fékk áhuga á píkum, kynfærum, og öllu því sem fylgir! (þó ekki kynlífslega séð). Og svo fékk ég áhugann á náminu mínu og meira áhuga á ljósfræðinám.
Og svo byrjaði ég í hjúkrunarnámi. Ég titraði þegar ég átti að þvo rúmliggjandi konu í fyrsta sinn. Ekki að ég hafði ekki séð píku áður, en nú átti ÉG að þrífa hennar kynfæri, en fannst samt verst að það hlýtur að vera meira erfitt fyrir konuna, en mig! Þetta er jú bara vinnan mín, en hennar píka, kynfæri. Píkuhræðslan óx af mér, sem betur fer.
Og úr því varð starfsnám á kvennsjúkdómadeild! Þar sem ég sé allskonar píkur. Víðar, þröngar, of stórir barmar, næstum - ósjáanlegir barmar, legsig. Og allan tíman stend ég við hliðiná karlkyns! kvennsa, án fordóma. Afhverju ætti hann ekki að hafa jafn mikinn áhuga á faginu, eins og ég? (eða öfugt).
En allra best finnst mér þegar fólk treystir mér fyrir þeirra vandamálum. Píkuvandamálum. Vinir, og meira að segja ákveðnir fjölskyldumeðlimir. Og ég set á mig faglegu gleraugun, gleymi tengslum okkar í nokkrar mínútur og reyni að leiðbeina í rétta átt fyrir vandamálið. Og núna get ég sko sagst þekkja suma kannski aðeins of vel! ;)
Ég get næstum kallað mig flúent í píkutali á dönsku, og ensku. Þarf að keep up the good work, og æfa mig smá meira í íslensku píkutali. Og þá eru allar brautir opnar.
Píkutal, píkutal! Get ég hjálpað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífsstílsbreytingar
8.4.2011 | 19:55
Ætla að viðurkenna að ég íhuga stundum hvort ég sé geðveik. Finnst stundum allir hvíslast, hlæja, benda á mig vegna þess að ég er feit! Hefur háð mér svo mikið seinasta 1,5árið að ég hef ekki mætt í afmæli, boð, innflutningspartý ... og sumt af þessu hjá fólki sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ástæða: Finn ekki föt, ég er of feit (þann daginn), fólk á ekki að sjá mig borða og hræðsla við hvað aðrir hugsa!?
Er orðin svooooo þreytt á því, og kvíði þvílíkt að enda á að hætta við brúðkaup bestu vinkonu minnar eftir 1ár! Veit alveg að þrátt fyrir (mörg) aukakíló get ég alveg litið vel út - og ótrúlegt en satt finnst mér ég líta vel út svona inn á milli! Verst finnst mér að ég er föst í að "ef ég grennist - breytist allt". Áttaði mig svo á um daginn, þegar ég skoðaði myndir frá Berlín, að þá var hugsunin mín ekkert öðruvísi í dag þó ég hafi verið léttari (og ótrúlega fín, þrátt fyrir að vera ekki í kjörþyngd, þó ég segi sjálf frá!)
Eeeeen. minni kg. fjöldi myndi ekki skaða sjálfsálitið á neinn hátt:
Hef frá því ég man eftir mér verið megrun, lífsstílsbreytingu, átaki etc. og er að sjálfsögðu drulluþreytt á að hafa samviskubit yfir ÖLLU sem ég borða. Seinasta aðgerð var hóp ræktarprógram ... sem var æðislegt.
Byrjaði í desember, rétt fyrir jól! Var algjörlega tilbúin, nú átti allt að gerast (svipað og öll hin 300skiptin sem ég hef prufað eitthvað nýtt). Jólin komu og ég stóð mig bara nokkuð vel, án þess að sleppa öllu. Fór á æfingu 2x í viku og byrjaði svo á fullu í ræktinni í janúar. Í enda janúar hafði ég rifið af mér 4% fitu og var rosalega stolt og ætlaði að sjálfssögðu að standa mig svona vel í laangan tíma.
EN
Daginn eftir fékk ég mér súkkulaði og var þá búin að eyðileggja allt! - að mér fannst. Febrúar og hálfur mars fóru í át og nokkur auka kg en ég hélt áfram í prógramminu 2x í viku - en skráði mig úr ræktinni þar sem ég mætti ekkert ....
Restin af mars tók ég mig saman, og við "loka-prógrams dag" í gær vóg ég 400gr! minna en við fyrstu vigtun í desember. Result: Ég vissi upp á mig sökina og pretendaði "mér er alveg sama", alveg þar til ég kom heim og varð drullufúl út í sjálfa mig eins og alltaf!
Byrjaði á ákveðnum lyfjum í enda febrúar. Aukaverkanir eru æðislegar: Engin sykurþörf, og "mæthedsfornemmelsen" er til staðar (er annars ekki). Seinustu 3 vikurnar hef ég ekki fundið fyrir neinni sykurþörf, og því tilvalið að hætta að borða allt þetta óholla! En hvað gerði Lena!? Hélt í gamla vanann og borðaði súkkulaði (kaupi ekki annað nammi, elska súkkulaði!) ca 4-5x á viku!!
Fór svo í tékk í gær, hvernig virka lyfin!? Æðislega, gera allt gott, og ég get ekki kvartað yfir aukaverkunum ... ef ég bara gæti hætt þessum leiðinlega vana mínum!! Og viti menn. Einum tíma seinna var ég tilbúin að takast á við áskorun frá læknanemanum sem ég talaði við. Ekkert súkkulaði nema páskaeggið mitt ( - ef ég LOFA að hafa ekkert samviskubit yfir því!) til næsta tékk (miðjan maí).
Er semsagt á 2.degi núna, og er skemmtilega fúl og leiðinleg! Ekki einu sinni maðurinn minn nennir mér í dag, skil hann reyndarósköp vel; held ég myndi ekki nenna mér sjálf ef ég hefði val.
En allavega. Vantar hugmyndir að einhverri íþrótt sem ég nenni!?
Og þó ég hafi verið ótrúlega sæt og fín í dag (og í kvöld!), þá er ég bara pínulítið mikið þreytt á sjálfri mér inn á milli!
Óver and át - ætla fá mér fínber! Og halda áfram með fínu "kaldhæðnisritgerðina" mína um lífsstílsbreytingar hjá fólki sem velur hjáveituaðgerð!
Lena
p.s. gæti sko alveg pirrað mig meira á sjálfri mér! Á það bara ekki skilið í dag ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)