Að berja fólk til dauða ...
14.11.2007 | 20:14
Síðustu nótt gerðist sá atburður hér í Danmörku ( Kokkedal ) að það var ráðist inn í raðhús hjá pari og þar var ung kona barin til dauða. Milli 5 og 6 í morgun vaknaði svo maður konunnar og leit út um gluggann, stuttu seinna var hann barinn líka af þessum 2 mönnum sem börðu konuna. " http://www.dr.dk/Nyheder/Indland/kriminalitet/2007/11/14/091048.htm"
Þetta er í annað sinn á rosalega stuttum tíma sem svona gerist hérna í dk, fyrr í vikunni eða síðustu viku var 19 ára stelpu haldið inní skúr og beitt ofbeldi. Sem betur fer náði hún að flýja eftir að hafa verið í skúrnum í nokkra daga. ( ef mig minnir rétt ) ( finn ekki frétt í augnablikinu um þennan atburð )
Kannski maður ætti að hætta að velta sér upp úr þessu öllu ... og vera meira varkár á öllu því sem gerist hérna.
_____________________________________________________________
Til hamingju með daginn Astrid Lindgren. Þessi yndislegi rithöfundur hefði orðið 100 ára í dag, ekki nema 82 árum og 2 dögum eldri en ég. Emil í Kattholti, Lína Langsokkur, Ronja Ræningjadóttir - ohh ég sakna þess að vera barn og geta horft aftur og aftur á þessar myndir. Enda sögur eftir snilldar rithöfund. Og ekki má ég gleyma "Bróðir minn Ljónshjarta", það var sko uppáhalds bókin mín þegar ég var yngri, og er enn ein af mínum uppáhalds. Man þegar pabbi las hana alltaf fyrir mig á kvöldin .. vorum svo frekar fúl þegar við föttuðum að það vantaði nokkrar blaðsíður í bókina, og því miður ekki önnur ljónshjarta bók til á bókasafninu.
( og þar sem ég er byrjuð að óska til hamingju þá á líka stelpa sem var með mér í grunnskóla afmæli ... efast um að hún lesi þetta .. En til hamingju með daginn Andrea . )
Frá einu í annað ...
Einhvern tímann var mér sagt að það er gott að sakna einhvers, því þá veit maður að maður á eitthvað sem maður getur verið stoltur/ ánægður af að eiga - þó það sé ekki beint til staðar þessa stundina.
Það er ekkert sjaldan sem ég hugsa til alls þess sem ég sakna á Íslandi. Í raun og veru segi ég samt alltaf að ég sakna einskis. En það er samt lygi. Það er nefnilega alveg heill hellingur sem ég sakna, og er líka ótrúlega ánægð að sakna einhvers á Íslandi, því það einfaldlegar sýnir að mér er ekkert alveg sama um það land sem ég er frá, og hef búið á fyrstu 17 og hálft ár ævinnar.
Á listanum mínum yfir því hvað ég sakna má finna vinina beint á eftir fjölskyldunni sem er efst á listanum. ( Þarf ég að taka það fram að besta vinkona mín telst þá með inn í fjölskylduna ? ). Vatnið, náttúran, veðrið, skólinn og svo eitthvað fleira.
Vatnið er samt frekar ofarlega á listanum. Heima hafði ég til dæmis alveg tækifæri á því að fara í sturtu og þurfa ekkert að hugsa um að ég ætti nú að fara flýta mér eftir mesta lagi 10 mín, og ekki má gleyma því að hérna í Danmörku er sjaldan sem maður sér baðkör - vegna kostnað vatns. ( Eða það að Danir vilja ekki þrífa sig upp úr sínum eigin skít eins og sumir segja, þó það sé nú ekki svo erfitt að skola af sér áður en maður stígur upp úr baðinu ;) )
Og Drykkjarvatnið, með stóru D-éi. Það er alveg drykkjahæft hérna úr krananum, en íslenska vatnið er samt alveg margfalt betra. Og það er þó svona í flest öllum tilvikum glært á "litinn". Þannig er það nefnilega ekki hérna í DK, veit ekki hvort það sé vegna kalks, en það er allavega svona eins og það sé búið að blanda smá mjólk eða eitthvað við, þannig það er svona smá hvítt líka.
Náttúran. Jújú, mér hefur alltaf fundist Danmörk falleg, þó ekkert fjall sé, en það er samt ekki hægt að segja að það sé slétt land, alla vega finnst mér það ekkert svaka slétt þar sem ég bý. En heima þá er aðeins meira "úrval" af náttúru, hraun, gras, fjöll, sandar .. o.fl. Hérna er gras og tré, gras og tré, tré og gras, gras og tré og svo aðeins meira af grasi, og ögn meira af trjám. Og svo malbik.
EN ég hef samt ekki hugsað mér að koma heim á næstunni .. til þess að vera. Gæti verið að maður komi í heimsókn samt.
Lena
Athugasemdir
Þetta er einmitt það sem ég myndi alltaf sakna ef ég færi út... landsins... ég veit ekki hvort að þetta meikar eitthvað sense.... en mér hefur alltaf fundist ég vera hluti af landinu og landið hluti af mér! Þannig það væri ekki auðvelt að skilja það allt eftir... stundum held ég að ég bara gæti það ekki...
Julie (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:53
Til hamingju með daginn Lena mín það verður gaman að sjá þig þegar þú kemur á klakann verður það ekki um jólinn? Kútur litli þakkar fyrir afmæliskveðjuna á fyrsta afmælinu sínu 1 mánaða ég keypti handa honum fyrst afmælisgjöfina hringluarmband á litlu hendurnar.
Áslaug (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:11
Takk Áslaug =)
Kem ekki um jólin en ætla samt að reyna að koma sem fyrst í heimsókn, .. helgarferð bara :) Hlakka til að koma og sjá litla Kút ( og ykkur hin í fjölskyldunni )
Lena Ósk, 17.11.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.