Leigubílaferðin mín frá Prag - hálfa leið til Berlín
30.3.2009 | 11:11
Á ferð minni um mið Evrópu seint á síðasta ári enduðum ég og vinur minn á því að taka leigubíl frá Prag til Dresden, í Þýskalandi. Peningaeyðsla??
Ekki beint í þessu tilfelli samt sem áður. Þennan dag komumst við að því að það er GLATAÐ að fara á puttanum frá Prag - á leið inn í Þýskaland. Fyrst biðum við í 1 tíma, og ætluðum svo að taka bara lestina - seem kostaði 100 sem ég var EKKI að týma. þannig við fórum aftur á hitchhiking staðinn - og þar stopppaði þessi fíni leigubíll sem var á leiðinni til Leipzig og við gátum alveg farið með ...
og þar með get ég sagt að ég hafi farið í leigubíl á milli landa, eina 200 km :D Þarf náttúrulega ekkert endilega að fylgja með sögunni að ég hafi í raun ekki borgað fyrir þetta, það er allt annað mál!
Það er samt önnur saga frá þeirri ferð - það er þegar leigubílstjórinn henti okkur út á miðri hraðbraut, en sú saga fer ekki hér inn í þetta sinn!
Tóku leigubíl frá Tékklandi til Danmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að þú skulir segja frá þessu, kona...
Emil Örn Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 14:49
Leigubíl!? Hvernig fórstu að því að borga ekki!? Ég þarf kannski að taka taxa heim í kvöld og það væri gaman að vita hvernig þú fórst að þessu haha!
Júlíana (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:00
Vil halda þessu leyndarmáli fyrir sjálfa mig ..
en hef heyrt það á götunni að það gæti virkað vel að fara úr að ofan fyrir bílstjórann, veit ekki hvort veðrið heima bjóði upp á það í kvöld. Og ég hef ekki enn prufað það, geri ekki fólki svoleiðis ..
Lena Ósk, 8.4.2009 kl. 16:04
Ég prófa kannski bara að taka bílstjórann úr að ofan
Júlíana (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.