Nýtt ár og ný verkefni :)
1.1.2010 | 01:21
Gleðilegt nýtt ár!! Ég þakka fyrir það liðna (og liðnu). Og kem sterk inn í nýja árið! Hlakka til að takast á við fleiri verkefni, verða árinu eldri, flytja, þroskast og mála lífið eins og mér hentar með góðar tilfinningar fyrir árinu.
Árið 2009.
Ég byrjaði árið á Potzdamer platz í Berlín, þá í 250 manna partýi (ásamt öllum hinum þúsundum sem voru þar líka). Daginn eftir fór ég á puttanum til Hamburg, og gisti þar í eina nótt áður en ég hélt áfram á puttanum til Köben. Hætti með stráknum sem ég var að deita í byrjun jan og var ógeðslega fúl í 1 viku en lifði svo vel í venjulega farinu, skóli og starfsnám.
Sonja flutti til Finnlands í febrúar og ég og Petra vorum bara einar eftir í DK, af okkur sem kynntumst þegar við vorum Aupair. Petra mín flutti svo frá DK til Króatíu, í mars. Ógeðslega fúlt, en þakklát fyrir að kynnast henni. Varð eiginlega allt tómlegt eftir að hún flutti .. vantaði allt fútt í skemmtun og svona í Köben.
Í enda apríl hitti ég svo Ato. Það kvöld hafði ég labbað ca. 5 km á tásunum þar sem ég asnaðist til að fara í nýja skó í bæinn. Ato (ókunnugur þá ) kommentaði á að ég ÆTTI að fara í skóna mína aftur áður en ég myndi frjósa eða fá glerbrot í fótinn. Töluðum eitthvað saman í næturstrætónum líka og ákváðum að hittast um kvöldið aftur á Salsa stað.
Surprise surprise þá var ég að DREPAST í fótunum þegar ég vaknaði næsta dag og ekki séns að ég væri að fara í skó þann daginn, og hvað þá dansa! Og þar sem ég er lúði, og langaði að hitta hann aftur (hann sendi sms á undan ;)) þá bauð ég honum heim, þó nokkuð viss um að hann mundi EKKERT hvernig ég leit út ... Hann hefur næstum búið heima hjá mér síðan þá ;)
Petra mín kom í heimsókn til DK, til að hitta kærasta sinn en ég tróð mér inn í hennar plan bara til að hittast smá. Fékk að upplifa matarboð hjá fjölskyldu kærasta hennar þar sem var TROÐIÐ mat í mig. Var södd eftir fyrsta diskinn, en áttaði mig stuttu seinna að það hefði bara verið 1kjöt af 3 sem þau voru að borða, og ég átti að sjálfsögðu að smakka allt!
Ég kláraði skólann í enda júní, og ég byrjaði í þessari frábæru vinnu á endurhæfingardeild, rétt hjá þar sem ég á heima. Júlíana mín kíkti svo í heimsókn til mín og var í einhverja 1,5 viku .. aðeins styttra en hún ætlaði þar sem ég var að drukkna í vinnu, og ekkert gaman fyrir hana að hanga bara heima á meðan, þannig hún fór yfir til Bryndísar vinkonu sinnar á Jótlandi. Við skemmtum okkur nú samt vel með pikknikk ferð og Malmö t.d. Í byrjun ágúst flutti svo Ato alveg inn heim til mín. Þetta var fyrsta árið í langan tíma sem ég ferðaðist ekkert um sumarið, en elsku mamma mín bætti mér það upp með að koma í heimsókn í helgarferð í ágúst. Við mamma fórum líka í verslunarferð til Malmö, löbbuðum um alla Köben, horfðum á myndir og versluðum aðeins meira. Fyrsta sinn sem ég var ein með mömmu í einhverja daga.
Viku eftir að mamma fór, byrjaði ég í skólanum. 2. ári í hjúkrunarnáminu. Við vorum í kennslu í 2 vikur og svo BRJÁLUÐ verkefna vinna þar sem við 3 vinkonurnar í skólanum skrifuðum ritgerð um fósturskannannir. Upp úr því fann ég út úr því svona nokkurn vegin að ég ætla að vinna innan fæðingar og meðgöngu geirans þegar ég verð stór.
Rétt áður en verkefna vinnan byrjaði, skellti ég mér til Andreu í Berlín og var þar yfir helgi. Það var æðislegt! Ferðirnar til og frá ( á puttanum) gengu eins og í sögu. 11 tímar til Berlín, og 7 tímar heim til Köben. Við Andrea hlóum eins og asnar, versluðum ( ég verslaði, og andrea fylgdi með í búðirnar;)). Reyktum okkur fullar á einhverjum vatnspípu bar. (Næstum skaðlaust tóbak, sem fór greinilega bara of illa í mig..)
Viku fríið mitt í byrjun nóvember fór í að SOFA. Og tíminn flaug og ég byrjaði aftur í skólanum. Vildi að ég gæti sagt að ég hafi gert eitthvað síðan ég byrjaði í skólanum þar til ég kom til Íslands 14.des! Skil eiginlega ekki hvernig ég hef farið að því að gera ekkert annað læra og sofa síðan miðjan nóv.
Jæja. Kom svo loksins til Íslands, þá í fyrsta sinn síðan í mars 2008! Get ekki logið því að það hafi ekki verið æðislegt að hitta vini og fjölskyldu aftur. Hildur elskan mín sótti mig á flugvöllinn, engir smá endurfundir. Vorum að hittast í fyrsta sinn síðan 8.júlí 2007 ( útskriftarveislan mín). Ég fékk líka að sjá litlu Söndru hennar sem er algjört gull. Ég var fyrstu nóttina hjá Hildi og hef svo bara flakkað á milli mömmu, pabba, vina og ættingja síðan ég kom. Var hjá mömmu á aðfangadag, pabba um kvöldið og fór svo aftur til mömmu á jóladag þar sem við opnuðum restina af pökkunum.
Á áramótunum borðaði ég svo hjá mömmu, og fór svo á brennuna og fagnaði nýja árinu með pabba, sally og Maríu.
Búin að hafa það sem allra best heima á Íslandi í faðmi fjölskyldu og vina, en hlakka til að komast heim ... í annan faðm ;)
Athugasemdir
Búið að vera mjög gaman að hafa þig hérna yfir jólin, ótrúlega fljótt að líða! Ekki alveg nógu sátt með það! Hlakka rosalega til að hitta þig aftur, vona að það verði ekki mjög langt þangað til! Sakna þín nú þegar... búin að vera á geðveikum bömmer í allan dag!
Júlíana (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.