Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
það var ekkert smá
28.1.2008 | 21:34
það var sýnt beint á TV2 frá þessari stóru einskonar athöfn fyrr í kvöld. Í fyrstu nennti ég engan vegin að horfa á einhverja Dani veifandi þessum stóra fína rauða og hvíta fána sínum að einhverjum bjánum sem stóðu á svölum og veifuðu til baka ... með einskonar gullfati.
Það tók mig allavega smá tíma að átta mig á hvað væri að gerast. Svo lagði ég saman 2 og 2 ( eða kannski 1+1, vildi ekki reyna of mikið á heilann ) og áttaði mig nú á að þarna væru komnir aðdáendur danska handboltaliðsins. Og neinei, þarna voru ekki einhverjar hræður, eins og það hefði verið í vetrargarðinum í smáralindinni, eða kannski fyrir utan Ráhúsið á Íslandi
haha .. væri nú ekki svoldið sniðugt að safna saman ofan á tjörninni í eina svona stóra samkomu??
ÞArna var gjörsamlega troðið!!! Ég bara varð að sita og horfa á þetta, því að ég var bara allt í einu geðveikt stolt. hahhahaha af hverju veit ég nú samt ekki ..
En ég fékk þetta svo allt borgað með RISA flugeldasýningu í endann..
Æji .. það er eiginlega ekki hægt að lýsa svona löguðu nema að hafa verið þarna, sem ég var ekki .. þannig ég er hætt.
Annars
Til hamingju Danir :)
Evrópumeisturum fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sól hjá mér ..
27.1.2008 | 18:16
oog nei ég er ekki í Suður Ameríku.
Í gær náði veðurofsinn hér hámarki líka. mér stóð ekki einu sinni á sama .. var nokkuð viss um að húsið myndi fjúka, ... en svo varð ekki Þó fóru nokkrar ruslatunnur á flakk hjá nágrönnum og svona ...
Þegar ég vaknaði í morgun ( þegar Jamal hringdi klukkan 10 á sunnudagsmorgni ), þá hefði ég getað verið á sólríkum stað því sólin skein beint inn ( í augun á dísunni minni reyndar ). Þegar ég loksins kom mér á fætur og leit út um gluggann sá ég þetta "viðundurlega fallega" veður
Sól og logn
Þannig mín fór út í hjólatúr - alla leiðina út í Super best! oooog þar með hvarf líka söknuður minn til Íslands .. eftir að hafa lesið allar "góðu" veðursögurnar þaðan.
og nú viti þið það ... þið þurfið alla vega ekki að hafa áhyggjur af mér í góða veðrinu hér.
( sem ég var samt ekkert of sátt við þegar ég sá allt rykið inni í herberginu
mín þegar sólin skein inn )
Veðurofsinn að ná hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ísland - Strikið - Morð !
18.1.2008 | 13:19
Svo er það staðfest að ég komi til Íslands þann 15.mars. og það er ekkert fátt sem mig langar svo að gera þegar ég kem - ég ætla allavega að reyna að komast yfir það flest allt.
Snædís og Eiður eru búin að vera slöpp þessa vikuna og því bara verið heima með mér. Svo fór Snædís í leikskólann í dag en Eiður var bara heima. Þegar við fórum í leikskólann þá stóð öll deildin hennar og var á leið í afmæli, sem Snædís rétt náði að fara með. Vegna veikinda þessa vikuna þá vissum við ekkert að það væri afmælisveisla heima hjá einni stelpunni í dag ( eða ég vissi það alla vega ekki ).
Á leiðinni heim sá ég og Eiður RISA kranabíl sem var að lyfta vöggustofu sem átti að flytja ( ekki hans stofu samt ) skrítið að sjá bara allt í einu ekkert hús þarna þar sem þetta var frekar stórt hús ( 4 einingar - í flutningi ). Held að Eiður hafi nú samt ekkert verið að pæla í því, en hann var nú alveg að fíla "brrrrruuuuuuummmmm" -a =)
Þó ég hafi farið út síðustu helgi - sem var reyndar ekki fyrirfram ákveðið þá ætla ég að fara í bæinn í kvöld líka. Síðustu helgi fór ég og hitti íslenska stelpu sem er aupair hérna og svo "dró" hún mig með í bæinn í kvöld - vorum þó fyrst í heimahúsi hjá annarri íslenskri stelpu sem var ný flutt hingað.
þar sem ég þekki ekkert voða marga hérna í dk þá hef ég ekkert veri ð að fara neitt í bæinn og svona um helgar - líka ég hafði bara ekki grun um hvernig ég ætti að koma mér heim. En núna hef ég komist að því að það fer næturstrætó heim til mín á klukkutíma fresti frá hálf 2 - hálf 5. Lestin byrjar svo að ganga rétt fyrir 6 á morgnana. Seinustu helgi tók ég lestina hálf 4 og var komin í minn bæ hálf 5. Semsagt 30 mín lengur en venjulega, sem gerði svosem ekki mikið.
Mér hefur aldrei neitt verið voða vel við þá hugsun að labba ein á kvöldin / nóttinni í mið Köben, en ég lét mig hafa það að labba hálft Strikið - ALEIN ! Ég var svo eitthvað að tala við pabba um að það hafi verið svo mikið af fólki að ég var ekki að hræðast neitt. Að sjálfsögðu þurfti pabbi að nefna það við mig " jah, en það var nú bara strákur drepinn þarna um daginn á strikinu"
Hue mordet - ég hafði ekkert heyrt um þetta morð sem pabbi var að tala um og fór þá svona nokkurn vegin í að leita á netinu hvað hafði gerst. Ég man ekki einu sinni eftir að hafa séð frétt um þetta á mbl .. þó ég sé nokkuð viss um að það hafi alveg verið sagt frá þessu einhverstaðar í íslensk fjölmiðlum :P
Það var allavega þannig að það voru einhverjir vinir saman og svo komu þrír strákar að öðrum stráknum og sögðu honum að gefa þeim húfuna hans. Hann sagði nei - sem varð til þess að hann var drepinn... ég neita að trúa að svona laga gerist.
Hér má svo sjá nokkrar greinar um þetta mál - en ég mæli ekki með ef þið eruð viðkvæm, mér finnst þetta allavega alveg rosalega sorglegt.
http://www.bt.dk/article/99999999/krimi/80108047/&template=temaovr&temanr=1959
En já, í kvöld / nótt þá verður ekkert eins auðvelt fyrir mig að fara svona "snemma" þar sem að Petra á heima laaaaangt í burtu frá köben - og enginn strætó gengur heim til hennar .. Frekar mikið fúlt ( fyrir hana ) þannig ætli við verðum ekki bara í bænum til fyrstu lestar ( klukkan 6 ) þar sem ekki fer ég að skilja hana bara eftir þó hún sé fullorðin manneskja. Ég myndi allavega ekki vera neitt mjög sátt ef ég kæmist ekki heim fyrr en 6 og hún færi um 4 =S
Oh, ætla fara gera eitthvað af viti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
samkynhneigð og íþróttir
11.1.2008 | 14:24
"Hún bætir við að hún sé mikill aðdáandi íþrótta sem samkynhneigðar konur stundi"
Ég neita að trúa að konan hafi sagt þetta? hahahah .. bíddu bíddu. Síðast þegar ég vissi þá hefur það voða lítið að gera með kynhneigð hvaða íþróttir þú mátt stunda og þess háttar.
Ég vil fá einhvern til að nefna eina íþrótt sem BARA samkynhneigðar konu spila ?? .. hún nefnir þó sjálf "golf og veiði". Ég vil þó meina að ég viti til nokkra kvenna sem eru ekki samkynhneigðar - en stunda nú alveg golf og veiði :)
... ekki nema konan sé að leitast eftir því að komast í sturtuklefa - BARA með samkynhneigðum konum?
(láttu sem þú hafir ekki séð setninguna á undan þessari )
Hefur meiri áhuga á konum en körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
í sund ég fer ..
11.1.2008 | 11:44
Vinir og kannski örfáir vandamenn hafa að öllum líkindum tekið eftir því hvað ég "kvarta" mikið þessa dagana yfir því að komast ekki í sund hérna þar sem ég bý. Í þessum litla bæ sem ég bý í er ein lítil sundlaug, lítil börn eru EKKI velkomin, og þú mátt aðeins vera í 1klst í einu í sundi. Það er að öllum líkindum ekki þrifið þarna svona eins og heima, og svo er örugglega ekki opið á veturna. ... og það má alveg pottó ekki baða sig berbrjósta í henni !
En hérna er ástæðan fyrir því afhverju mig langar svo í sund - á Íslandi, þegar ég loksins kem þangað. Nú er bara að vonast eftir sól og blíðu í mars ;) haha
"Engar sérreglur eru um baðfatnað kvenna í sundlaugum á Íslandi." - það er samt ein regla - maður verður að vera í baðfötum ( og Guð sé lof - annars væri illt í efni skal ég segja ykkur )
( en svona fyrir utan það, þá hef ég aldrei skilið umræðuna um það afhverju það megi ekki vera berbrjósta í sundi .. þó ég hafi afar litlar áhyggjur um að mig langi það einhvern tímann. )
Íslenskar konur mega bera brjóstin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7+119 = 226
10.1.2008 | 20:37
Ég er nú ekkert afar góð í stærðfræði en þó veit ég að 7 + 119 gera ekki samanlagt 226. ..
Alveg er ég viss um að ég ekki sú eina sem fæ 126 úr þessu frekar einföldu reikningsdæmi.
Ítalir stöðva bát með 226 ólöglegum innflytjendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvor er sekari ?
10.1.2008 | 17:15
Hitti konuna í vændishúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
milli svefns og vöku
10.1.2008 | 14:30
Þessa dagana er ég búin að vera dunda mér við að skoða hvað ég þarf fyrir umsóknina mína í háskólann og svona. Ég er búin að senda ekki nema 9 mail í kennara, aðstoðarskólastjóra og vinnur. Og það gengur bara vel held ég. Ég má samt í raun og veru ekki bíða mikið lengur með að gera þessa umsókn eða byrja á henni allavega þar sem að ég panika bara ef ég byrja seinna og finnst þá vera að falla á tíma. Umsóknarfresturinn er svo þann æðislega dag 15 mars ;D ( EKKI nefna hvað gerist þá .. þið sem vitið það ) en ætli ég sendi samt ekki aðeins fyrr.
Ég sef alveg fáranlega illa þessa dagana, er alltaf á milli svefns og vöku heyri fólk tala og finnst aðrir hlutir gerast ( einskonar draumur ) .. mér finnst ég vera í tölvunni, tala við fuglinn minn, .. bara gera allt þetta venjulega ... þó ég liggi upp í rumi. Fyrir utan það hvað þetta er óþæginleg tillfinning, þar sem þarna kemur fólk sem á heima á Íslandi, er dáið eða ég þekki ekki, þá verð ég svoooo þreytt þegar þetta gerist, því ég er alltaf að gera eitthvað í þessum draumum. EN þegar þetta gerist, þá veit ég samt að þetta er bara draumur, því ég næ nefnilega að opna augun og svona á milli.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist svona marga daga í röð gerðist einu sinni heilt sumar, en þá bara þegar ég hafði farið aftur að sofa, eftir að hafa vaknað um morguninn eða nóttinni.
PiRRandi!
En hefur einhver annar lent í þessu svona lengi / oft??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins Loksins !
3.1.2008 | 23:34
Þarf maður ekki að gera upp það ár sem var að líða ??
Árið í heild : Ótrúlegt en satt þá leið mér ótrúlega vel allt árið, það var enginn tími sem ég gjörsamlega var að gefast upp, eða .. það hefur alla vega ekki verið það að slæmt að ég muni það núna. Áður hafði árið 2004 alltaf verið mitt "uppáhalds" ár .. en munurinn á árinu 2004 og 2007 var það að það gerðist svo margt leiðinlegt líka árið 2004. Þá var ég í viðbjóðslega leiðinlegum skóla ( eða já, skólinn var fínt, "fólkið" ekki J ), mér leið ekkert of vel heima. En á móti kom að ég átti ótrúlega góða vini úr athvarfinu sem ég eyddi öllu sumrinu með - Anna kom til mín til dk, ég fór með Önnu og fjölskyldu í sumar"bústað" á Skógum, og ekki má gleyma yndislegu ferðalagi á Strandir ( hólmavík og Trékyllisvík )
EN árið 2007 toppaði samt allt þetta =D
og ég held alveg örugglega að ég geti ekki einu sinni komið með neina leiðinlega atburði, nema einn - sem varð samt ágætt í lokin :p En sá atburður fer samt ekki inn í bloggið J
Í byrjun árs tók ég lokapróf í ensku 303 - í þriðja sinn ( já ég er/var yndislega léleg í ensku =S ). Eftir prófið hringdi ég næstum grátandi í pabba ég væri sko fallin - og væri EKKI að fara útskrifast. En svo pældi ég ekkert meira í því, enda ekki búin að fá niðurstöðuna úr prófinu. Ég rétt skreið - en vá hvað ég var ánægð og þakklát fyrir að eiga ótrúlega góðan ensku kennara sem hafði trú á mér.
Í byrjun árs ákvað ég líka hvað ég ætlaði að gera eftir útskrift J stuttu seinna fékk ég nýju myndavélina mína, sem ég er búin að taka yfir 10.000 myndir á. ... af öllu nánast haha
Í mars var svo námsmaraþon sem Kalli Klara og ég sáum um. ( þau mest samt ) ... og jújú, ætli það hafi ekki bara heppnast ágætlega vel, þó að ég hafi verið svolítið þreytt þarna í lokin - eftir að hafa þrifið ALLT eldhúsið hátt og lágt ásamt Klöru, þegar við vorum ekki að læra. Svo á leiðinni heim fannst mér ég tala alveg heilan helling við Kalla, komst svo að því þegar hann var búinn að keyra mig heim að ég hafði ekki sagt eitt orð alla leiðina heim... vegna þreytu ( en þakka samt Kalla fyrir að hafa keyrt mig heim, þó hann hafi að öllum líkindum verið jafn þreyttur og ég. )
Í enda mars fór ég í bara æðislega útskriftarferð, 6 dagar á Tenerife. Samt eitt að því besta við ferðina var örugglega að ég kynntist Klöru minni meira en ég gerði áður J ... ferðin var bara æði í heildina, og þó þið neitið kannski að trúa því - þá er ég ennþá með smá far síðan í ferðinni - ógeðslega viðbjóðslega ljótt far sem eyðilagði nokkrar myndir á útskrift ( tékkið á myndunum, og þá sjáiði hvað ég er að tala um )
Eftir Tene byrjaði ég að vinna í 10 -11 ( újé! ), vann alla páskana ... og svo aðra hvora helgi eftir það. Ólíkt öllum öðrum sem unnu í 10 11 þá, þá fannst mér best að vera á kassa. Því miður kemur alveg yndislega ókurteist fólk, en á móti kemur allskyns fólk á öllum aldri .. sem er bara frekar ánægt með lífið ...
Þar sem ég var búin að ákveða þarna að fara til Danmerkur beint eftir skóla .. var planið að fljúga út þann 10. Júlí. En ég kynntist konu í 10-11 sem spurði mig hvort mig langaði ekki að vera JC í CISV búðum í Júlí .. og það á Íslandi. Það var í enda maí sem hún spurði ... og þar sem ég hafði tækifæri á því að vera alveg út júlí hérna á Íslandi þá ákvað ég bara að slá til, og fara svo bara ekki til Dk fyrr en eftir búðirnar.
Skólinn kláraðist svona næstum því um miðjan júní. Ég kláraði alla vega öll prófin í Hraðbraut. EN nördið ég gat náttúrulega ekki sætt mig við að útskrifast bara af málabraut, þannig var líka í einum stærðfræði áfanga í sumarskóla FB. ( stæ 503 - eini áfanginn sem mig vantaði upp í að útskrifast líka af náttúrufræði braut ). Minnir að ég hafi tekið prófið þann 21... og enn og aftur var ég geðveikt fúl eftir prófið - því ég væri sko fallinn. En neinei- ég náði með bara ágætis loka einkunn.
Seinustu 2 vikurnar í skólanum voru bara æðislegar. Vorum í 2 fögum, lífsleikni og tjáningu 203. .. ég hef aldrei lært jafn mikið ( um sjálfa mig líka ) á 2 vikum og ég gerði þessar 2 vikur. 3-4 júlí fórum við svo skólaferð til Þórsmerkur - og böðuðum okkur þar í sólinni, grilluðum mat og vorum í einhverjum "leikjum" allan tímann. Ekkert nema gaman ... án djóks.
Ég byrjaði að "vinna" sem JC í CISV búðunum helgina áður en ég útskrifaðist. Fyrsta helgin var bara "leaders, JC's og Staff" og vá hvað þetta var æðisleg helgi. Þeir sem vinna í CISV búðum, búa yfirleitt allan tímann í búðunum, en því miður hafði ég ekki tækifæri á því að vera alla fyrstu vikuna - því ég þurfti víst að klára skólann.
Föstudaginn fyrir útskrift fór ég svo út að borða með nokkrum úr Hraðbraut og .. svo í nokkra tíma bíltúr með Dóru, Júlíönu og Elfu.
Á útskriftardeginum þann 7.júlí ( 07.07.07) komu Snæja og Steinar að sækja mig um morguninn og við fórum í kirkjuna þar sem við útskrifuðumst. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn stolt af sjálfri mér og þann daginn. Daginn eftir var svo veislan ... ég hef bloggað áður um útskriftina, og ætla því ekkert að fara í smáatriðin hérna - eina sem ég get sagt er að öll helgin var bara æðisleg.
Ég hélt áfram að vera JC .. og bjó því restina af júlí mánuðinum í Hjallaskóla í Kópavogi. Ég fór í bláa lónið, gullna hringinn, endalaust af leikjum og söng ( eða þóttist syngja ) lullabies á hverju einasta kvöldi. Þetta var bara æðislegur mánuður ... og ég mæli eindregið með CISV búðum .. ef þig langar að upplifa það að vera barn aftur :P ( sérstaklega ef maður er JC, eða 11 ára ;) )
Búðirnar kláruðust þann 26 júlí, og ég flutti til Danmerkur þann 27. Um kvöldið 26 var ég með Júlíönu Rakel og Önnu margrét. Fórum í ísbíltúr, lágum á gólfinu heima hjá pabba og horfðum á alla litlu fiskana sem voru að "fæðast" og töluðum um allt. Rakel fór svo fyrst heim, Anna svo og svo var ég með Júlíönu eiginlega alla nóttina. Það var ekki fyrr en um 4 sem ég ákvað að fara koma mér heim, þar sem ég þyrfti að vakna klukkan 7 til að fá far með pabba heim til mömmu og byrja á því að pakka niður - þar sem flugið var um 5.
Júlíana kom svo til mín aftur 27 - bara svo ég gæti "kvatt" hana. Mamma keyrði mig svo upp á flugvöll og Mikael kom með. Á flugvellinum hitti ég hópinn úr búðunum frá Columbíu- sem í raun held að hafi bjargað mér frá því að gráta þegar ég var að kveðja mömmu og Mikael ( og ég bað hana líka vinsamlegast að gráta ekki, ég gæti ekki sleppt því ef hún myndi byrja ... ) þannig þett gekk bara vel.
Amma, afi og Sæþór sóttu mig á flugvöllinn í Köben, mér finnst alltaf jafn gaman að sjá ömmu og afa, enda ekkert lítið mikið "ömmu og afa barn" þegar ég var lítil. Og jahh, ætli ég hafi ekki verið ligeglad með að hitta Sæþór ;)
2 dögum seinna ákvað ég að yfirgefa ömmu mína og afa eftir stutt stopp og flytja þar sem ég heima núna....
fyrsta mánuðinn hjóluðum við um allt ... eða svona næstum, fórum í Tívolí, snædís "litla" varð 4 ára og svo byrjaði skólinn hjá þeim öllum.
Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað var ég heima með Eið, yngsta strákinn, þar til hann komst inn á vöggustofu í byrjun nóvember. Ef ég á að segja sannleikann þá leið tíminn svo ótrúlega hratt frá því að ég kom hingað alveg til núna, að ég bara man frekar fáa atburði.
EN ég held ég gleymi nú ekki helginni sem ég átti afmæli ;)
ég á bara svo "yndislega" vini.... að einn þeirr ákvað að koma í heimsókn til mín, á afmælisdeginum mínum. Ooog þetta var samt ekki bara einhver, heldur manneskja sem ég er búin að þekkja í 4 ár á netinu, og aldrei hitt áður ... og þarna ákveður hann að koma bara til dk til að heimsækja mig =)
Ooog við vorum saman frá föst- sunnudags, nema á nóttunni, þar sem ég var ekki alveg að fara troða mér í það að vera á hótelherberginu næstum alla helgina ;) ... við gerðum samt afar lítið ... eitt stykki erótískt safn, kaffihús ( bjórdrykkja og kók ) ... og svo ekkert annað eiginlega haha =D En mér þótti samt afar vænt um þessa helgi, enda alltaf gaman að kynnast betur vinum sínum.
Um miðjan desember vaknaði ég eina nóttina með einskonar "bruna/sviða" í lærvöðva. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég vaknaði svona, en í þetta skiptið ákvað ég að standa hratt upp og vona að þetta færi burt smá saman ( vanalega fer þetta bara "sjálfkrafa" á svona 30-60 mín, en þá má ég heldur EKKERT hreyfa mig á meðan .. - og þetta gerist bara á nóttunni ) En alla vega - það fór ekki eins og ég hafði vonast og það leið yfir mig af sársauka. ( ooog mér tókst að eyðileggja ruslatunnu sem ég datt á )
Í kjölfar þess ákvað ég nú að fara koma mér til læknis - vegna þess að sársaukinn er frekar mikill þegar ég vakna- en sjaldan eins mikill og hann var þegar ég stóð upp. Hjá lækninum komst ég að því að lærvöðvinn væri eitthvað skaddaður ( skaðaður ?) og ég þarf að byrja í sjúkraþjálfun núna í byrjun ársins 2008.
21. des fór ég svo til ömmu og afa þar sem ég var yfir jólin. Ekkert afar spennandi, en þetta var samt fínt. Kom heim 27des og sprengdum svo gamla árið burt með frekar mikið af flugeldum .. og skáluðum kampavíni. ... og þá var árið búið.
Ég á mér eitt áramóta heiti, í raun og veru eru þetta mörg "lítil" áramóta heit, en þau falla samt öll undir sama hattinn : Að verða betra manneskja.
Gleðilegt nýtt ár. !
Bloggar | Breytt 4.1.2008 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jáhá !
3.1.2008 | 12:45
Það gerist seint að ég myndi bjarga kyrkislöngu, sama af hvaða stærð hún væri þá gæti ég einfaldlega aldrei hafið mig í það að bjarga "greyinu". Það sem mér finnst enn "skrítnar" er að fólkið hafi virkilega farið með hana á dýraspítala - og þá að öllum líkindum borgað fyrir aðgerðina. En mér finnst nú samt gott að vita af svona góðu fólki - að það skuli enn vera til :)
Þessa dagana minna slöngur mig samt alltaf á alveg hreint yndislegan draum sem mig dreymdi um daginn ... eða ekki. Var að baða mig á einhverri strönd á Balí og fer svo að íhuga eitthvað svona í kringum mig þegar ég er í vatninu. Í fyrstu sé ekki neitt athugavert - en svo sé ég alltaf fleiri og fleiri slöngur ofan ég vatninu. Þegar þær fatta að ég sé að reyna að flýja upp úr vatninu - þá reyna þær að bíta mig ... og við það vaknaði ég .. sem betur fer.
en oh jæja, ætla að klára að gera upp árið sem var að líða .. þannig næsta blogg verður að öllum likindum laaaaangt bloggg :)
Kyrkislanga með magapínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)