of spennt

.. loksins, loksisns kom þessi dagur! Ég er búin að bíða of spennt eftir þessum degi í marga marga daga. Held það sýni sig nokkuð vel á því að ég er vöknuð fyrir klukkan 7, þó ég hefði getað sofið í næstum 2 tíma lengur - en ekki möguleiki; og ég sem fór að sofa klukkan 2 !

Í dag kemur nefnilega Anna mín í heimsókn ! :D Verður í heimsókn hjá mér í viku og erum búnar að plana alveg helling ( eða já, ég sá um planið, og spurði svo bara hvort hún væri til í það ). 

 

Aðeins minna spennandi að gerast líka í dag, ætla nefnilega að halda upp á afmælið mitt. ÉG og Anna förum inn til Hilleröd í kvöld þar sem við ætlum að vera saman með vinum mínum heima hjá Marcin. 

 Í dag ætla ég líka að borða kjöt í fyrsta sinn í mánuð, úff - er samt ekki beint spennt fyrir því, og kannski einum of hrædd um að líkaminn eigi eftir að eiga erfitt með að brjóta það niður - en það ætti að koma í ljós seinna í dag. EKki bara að ég sé svona smá meðvituð um kvíðan, þá þurfti ég náttúrulega að dreyma að ég væri að borða kjöt - en í draumnum fór það bara nokkuð vel í mig og ég ætla að vona að það verði ekki öðruvísi í raun og veru. 

Ætla mér að eyða tímanum þangað til Anna kemur í að laga til. Eða, verður svosem aldrei neitt subbó hérna, en nokkur föt hér og þar, og þarf svo að koma nýju á rúmið og undirbúa dýnuna og sængurnar sem ég ætla að sofa á. Svo verður það sturta, morgunmatur og svo út á flugvöll - alveg fyrst eftir 3 tíma! 

æji, kannski ég ætti bara pína mig til að sofa til hálf 9 - sjáum hvort það sé möguleiki. Skrifa svo fyrst eitthvað hérna inn eftir næstu helgi. 

.... og kannski ég ætti að nefna það að það verður EKKI megrun þegar anna er hérna - ekki það að ég ætli að missa mig eitthvað, en mest allur matur verður þó leyfður ( kjöt, brauð .. ) 

 

Leeena 


-700gr

búhú .. afhverju getur maður ekki einu sinni sætt sig við að missa eitthvað .. því það er ekki nógu mikið!?

-700gr síðan á mánudaginn, eyðilagði með súkkulaði áti ( MIKLU ) :( missti mig smá .. 

 

og nenni ekki að blogga, bara inn með töluna :) 


-2,8 kg á einni viku :)

Mánudagur til mæðu eða hvað?

.. ekki beint fyrir mig, fer bara ótrúlega vel í mig og hver ætli ástæðan fyrir því sé :D
ákvað fyrir 2 vikum að byrja á smá "hreinsun" á mánudeginumm 13.okt og taka út kjöt, hveiti .. og já allt nema grænmeti og ávexti. Ætla að halda út næstu vikuna, og helst þangað til Anna Margrét kemur 1. Nóv.

Núna síðan á mánudaginn síðasta hef ég tapað ( og langar ekki að finna þau aftur!) ;  2,8kg

Sem er alveg nokkuð mikið fyrir eina viku, og án þess að svelta mig þar sem ég var ALLTAF étandi sem mér fannst frekar óþægilegt fyrst. Sem dæmi var 1 dagur svona:

7:00; banani + appelsínu djús blandað saman ( töfrasproti ) .. ca. 250 ml.
10:00 Banani
12:00; grænt epli
14:00; kál með sveppum og ananas :) ( Semsagt já, salat ) + stórt vatnsglas
18:45; 4 kartöflur og salat + 2 stór vatnsglös
21:00; appelsínu djúsglas

Appelsínu djúsinn er þá bara úr appelsínum, engin bætandi efni í þannig hann kemur vel inn sem orka. Ótrúlegt en satt þá átti ég vel von á að vera SVÖNG allaþessa daga en í raun og veru var ég bara pakk allan daginn nema þarna rétt fyrir 12. 

Bara smááá eftir í að vera komin í - 50 kg núna, vonast til að ná því áður en Anna kemur, þó það geri ekki neitt ef ég næ því ekki fyrir þann dag, en ætla að ná því fyrir afmælið mitt ( markmið 1; -50 kg fyrir 16.nóv ). Ég á svo nokkur önnur markmið, en það er meira svona langtíma. Ætla t.d. að vera komin í -67kg ( sem er lokatalan að vissu leyti ) fyrir 20ára afmælið mitt - sem er núna bara 1 ár og 1 mánuður þangað til.

Ég eyði stórum hluta af dögunum í að hugsa um megrun og hvernig ég lít út, hvernig ég leit út, og hvernig ég gæti litið út eftir að missa fleiri. Þó það hljómi kannski ekkert of vel að hugsa svona mikið um þetta - þá læri ég ótrúlega mikið af því og mest þá hversu vænt mér þykir um líkamann þó ég hafi kannski ekki hugsað nógu vel um hann síðustu árin. Eftir því sem ég grennist brýst sjálfstraustið út í miklu mæli og mér líður betur og betur eftir því sem hvert kíló fer. Ég hef ekki enn fengið mig í að skrá niður cm tölu - en ætti náttúrulega frekar að gera það; skiptir víst meiri máli en kílófjöldinn.

Eitt þykir mér samt svooo leiðinlegt. Ég stefni á að vera komin í kjörþyngd í desember 2009. Þar sem ég á núna bara eftir um 18kg í það þá myndi ég segja að ég ætti ekki að hafa vandamál með það. Þegar kjörþyngd er náð er önnur vinna tekin við. Ræktin, ræktin, ræktin til að koma húðinni í rétt form. Ég veit það er mikil vinna, en einhvern veginn gæti ég samt ekki hugsað mér að fara í einhverjar aðgerðir - enda oft hugsað til þess að það væri að gefast upp - því ég veit ÉG get þetta alveg ( geri mér fulla grein að þetta er ekki möguleiki fyrir alla, og því myndi ég ekki segja að þær sem hafa farið í einhvers konar aðgerðir séu að gefast upp ).

Ég veit til stelpu hérna í Köben sem missti 60 kg á einhverjum tíma, en tók svo ca. Helmingi lengri tíma að fá húðina á sinn stað og strekkta, það þýðir að ég yrði fín .. fyrst þegar ég hef lokið námi. En það er nú samt þess virði að vera fyrst "fín" þá frekar en aldrei,ekki satt? 

Ég horfi stundum á biggest looser með nágrönnum mínum, og svo byrjuðum við að tala um megranir og annað þesslíkt. Ég minntist á að ég þyrfti að losna við 22 kg (þá) til að komast í þá tölu sem ég væri sátt við. Ég hef sjaldan fengið jafn mörg "skrítin" augnráð á mig, ég væri sko EKKI að fara losna við 22 kg til viðbótar - þau myndu ekki vilja sjá mig sem tannstöngul =S
... í flestum tilfellum ætti þetta að vera hrós. En því miður er erfitt að útskýra fyrir fólki sem hefur ekki verið spikfeitt, og svo tapað einhverju að ég tek ekkert öllu eins og þau. Mér finnst í raun hálf móðgandi þegar fólk segir við mig að ég líti vel út núna og vil meina að ég eigi kannski 10 kg eftir L Raunin er nefnilega að ég á mikið meira en 18 kg eftir til að komast í kjörþyngd miða við hæð. (efast samt um að ég mun geta farið eitthvað mikið meira niður en 23 kg því það myndi vera ..viðbjóður í mínum augun fyrir mig =S

 

Oh hvað ég hljóma bitur þessa dagana, en kannski það sé bara rétt?

 

Annars einn brandari í lokin - á dönsku ;) ; svona í tilefni þess að ég sé í hjúkrunarnámi :P

3 sygeplejesker sad og kiggede på en sædklat i et mikroskop, da overlægen pludselig kommer forbi og spørger hvad de sidder og laver?
De bliver lidt forlegne, men den ene siger så, at de bare sidder og kigger på en spytklat.
Overlægen kigger i mikroskopet og derefter på de 3 sygerplejesker, mens han udbryder:

"Så må der være en af jer 3 unge damer, der har glemt at børste tænder her til morgen ...


-1,3 kg ..

.. síðan síðast, sem ég ætla nú ekki beint að hrópa húrra yfir þar sem það er langt síðan ég bloggaði síðast!

Annars vildi ég bara aðeins láta vita af mér, hef ekki tíma eða nennu til að blogga eitthvað af viti. Kannski það komi einn daginn samt. 

Ætla samt að setja inn nokkrar myndir frá árinu sem fá mig til að brosa :) 

ATYAAACyDooMfFwq_gIcyLEmhning0ABl1Qlqlkhw1C97BWA--CfClPyj27fKmhbqik7kRHroqjr_qvJ5Y_apdCTfW9YAJtU9VAW7JH_xYLIPmgU9HufZXH64Pmk2Q

 

 

ATgAAABc0qxHT9QmbAfv9KRFBQRtuK_r-6Z6YWnu5kO8br2h7aty7IRNecbeMxJ-PHhRGAWW4RGPAglJCDNlqQl5SH8pAJtU9VD6TwVMc5dyX6kPUNQdpqfnAj1ttg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa og munu alltaf fá mig til að brosa, svo         æðisleg :) ( seinni myndin stolin af þeirra síðu )

 

 

 

 

 n574285247_1360587_7998

 

 

 

 

 

  Elsku María mín :)

n574285247_1360588_9242

 

 

 

 

 

 

 

 Petra mín, sem hefur algjörlega breytt öllu fyrir mig hérna í dk - svo ótrúlega erfitt að sætta sig við að hún eigi bara eftir að eiga heima hérna í  5 mán enn.

ATgAAABvasZnfqH_zEJ6yRqY1Ux5p9KPH5Te461azeo9kEzfFEdMiJrl7zmzJOxkaOcc0XUYRYz384Lcsp5v80YD3GQfAJtU9VClPWaHGJKKmRDtZrZC1F8PA9uO6w

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðja ferðin mín til Svíþjóðar þetta árið, ekkert smá gott að slappa smá af þar :) 

n574285247_1355229_8467

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 af 12 nágrönnum
sem ég deili eldhúsi með :) 

 

 ATgAAADF0C5vwtBi13XUpOKbnvLFn2KhPRLJ1-IGWJe_iJAGdUZJr6gqs0aZpjFh2rvYK4m6spsyV1HWkwlhZUsDG8lIAJtU9VBsICfwXMBtPrREG5DKROLAJEXHVA

 

 

 

 

 

 

Skólinn minn -sem ég er frekar ánægð með =) 

n574285247_1253484_1423

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Couchsurfing :D ( mynd frá CS meeting í Christianiu  ) 

n574285247_1230273_2205

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaupmannahöfn .. 

 

 

 

 

 

 ooog svo mikið fleira .. en læt nægja í bili


mánudagur - vigtun

Mánudagur í dag sem þýðir vigtunardagur - líkt og föstudagar ( sú tala er bara svona til að sjá hvort mér hafi gengið ágætlega í vikunni - og til að sjá hvort ég sé bara að sukka um helgar í stað virka daga )

Ég fékk plús tölu upp í morgun, sem þýðir að ég hafi bætt á mig síðan síðasta mánudag. Ég veit ég ætlaði að koma með töluna inn ( muninn ) en fæ það samt ekki af mér að koma inn með plústölu - held það sé alveg nóg að þið vitið að ég þyngdist. 

 Þar sem ég verð alveg ágætlega pirruð ef það kemur plústala þó ég eigi alltaf upp á mig sökina ( Nema náttúrulega þegar Petra er hérna um helgar og treður í mig gúmmílaði þegar ég sef! :P ) þá geri ég aldrei neitt í því. Í flestum tilvikum fær það fólk til að standa sig betur en vikuna áður en ég held bara áfram sama farinu - nema þegar ég virkilega hugsa um hversu mikið ég ætla að standa mig ... 

og það er mín hugsun núna ( hún getur breyst á 10 mín! ) :) 

Elsku besta, vinkona mín hún Júlíana gerði fyrir mig hlaupaplan - án djóks. Ekki það að það sé eitthvað ólíkt að hún geri það fyrir mig en ólíklegra að ég fari eftir því. En það var samt annar dagurinn í dag ( fyrsti dagur plans, annar hlaupadagurinn ) og ótrúlegt en satt þá var þolið betra í dag en í gær, og ekkert smá ánægð með það og hugsunin þá núna að mig langi að halda áfram að vera dugleg. (  og þar sem hún ætlar að vera fjarþjálfari minn, þá er eins gott fyrir mig að standa mig :P ) 

____

annars er voða lítið að frétta. Petra var hérna um helgina, og Amir aðra nóttina. Fór í Tívolí í gær með Pascal og Lisbeth ( Couchsurfing!) því það var síðasti dagur sumardagskrás tívolís :) Ekkert smá fín flugeldasýning í endann - og þar sem ég tók hana upp þá kem ég kannski með hana hingað inn í næsta bloggi. Hef svo eytt öðrum tíma í lærdóm og eldamennsku af grænmeti sem ég er orðin nokkuð ánægð með að borða MIKIÐ af. - enda ekki borðað neitt kjöt af viti síðustu .. MARGA daga, á þó von á að það breytist næstu helgi þar sem ég fer yfir til ömmu og afa í helgarheimsókn - rétt til að slappa af og læra :) 

 


Lífstíll, önnur tilraun.

Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að skrifa inn á þessa síðu um megrunina mína. - eða í raun engin megrun, bara nýr lífstíll ef svo má kalla. Held það myndi setja meiri pressu á mig að standa mig vel. 

Ég er ekki að byrja núna, búin að vera í stöðugum breytingum síðan í janúar á þessu ári ( - 13 kg )og þar áður var það frá (maí) ágúst til Desember árið 2006.( - 42 kg ) Ég bætti á mig einhver kíló árið 2007, en hefur tekist að taka þau af aftur og örfrá fleiri en það. Í heildina frá ágúst 2006 hef ég misst 46 kg. 

Held að flest allir sem þekkja mig vita að ég má alveg missa mörg kíló til viðbótar við það sem ég hef misst áður.  Fyrir fólk sem er kannski nýtt hérna inni ( sem hefur ekki lagt það í vana sinn að kíkja áður inn, eða fólk sem ekki þekkir mig ) þá hef ég líka ákveðið að taka það skref að koma með fyrir eftir myndir, og kílófjölda sem ég hef losað mig við. 

sept 2006Ég í september 2005. Bætti á mig 10 kg eftir að þessi mynd var tekin til maí 2006. 

 

 

 

 

 

 

2793284001_a32ba8a08d.jpg img_3766.jpg

Ég í ágúst 2008 á þessum tveimur myndum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo 2 aðrar myndir; önnur frá Sept 2006 og svo hin frá sept 2008 ( fann enga betri ) 

 l_55485558e66a101ffc6e505a44157c09ATgAAADSWZpQ9NIxMgFKP_Whh6fEZvVxTguIXUJTCnyWnUaPmevaSY7kZq8RmId0OTR5E-A1hRSMMDlLU67mml078wekAJtU9VBd4LeUnSpHMwgvmunjsm-S8u0Vmw

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú ættu þið að hafa einhverja hugmynd um hvernig ég lít út í dag - og áður.
Líkt og flestir þá á ég mér 2 markmið frá deginum í dag; 

-4,3 kg fyrir afmælið mitt ( 16.nóvember )
-8,3 fyrir jól / áramót

Ég ætla ekkert að vera koma inn með þyngdina mína, en mun þó koma með inn hversu mikið fer af hverja viku - eða, ef svo leiðinlega vill til að það komi plústala :( 

Þegar ég byrjaði fyrst árið 2006 þá missti ég voðalega hratt ef svo má segja öll þau kíló sem ég missti. Eða um 42 kg á 8 mánuðum. Ég verð samt að viðurkenna að þó ég hafi kannski ekki að vera nota rétta aðferð þá dett ég oft í þá hugsun að gera það sama núna og áður, sem í stuttu máli var að borða eins lítið og ég gat yfir daginn og hreyfa mig MJÖG mikið - en þó án þess að verða eitthvað orkulaus, þannig ég get ekki sagt að ég hafi verið í einhverri hættu þannig það væri ekkert útilokað að fara aftur í sama farið - ef ég hefði agann. 

Í dag geri ég voða lítið annað en að borða hollt, reglulega og sleppa öllu sætindum ( kökum, snakki og nammi ) og það virkar ágætlega. Ég er enn að reyna að venja mig að drekka meira vatn, en er komin upp í lítra á dag sem er betra en ekkert. 

Held það sé voða lítið annað sem ég get skrifað hérna inn um nýjan lífstíl- þó ég sé viss um að ég sé að gleyma einhverju, sem kemur þá bara seinna inn. 

Frá einu í annað; 

Fyrir vini og fjölskyldu. Allt gengur rosalega vel með skólann og annað. Var samt smá fúl um daginn þegar það var stolið mat úr minni skúffu í ískápnum ( sameiginlegt eldhús ) en fékk afar góða afsökunabeðni frá þeim sem stal matnum og fékk svo gos í staðinn frá honum ( haha,... góður andi hérna á ganginum ).
ÉG er enn að reyna að koma mér upp rútínu með skólann, tekur mig alveg rosalega langan tíma að komast yfir allt það lesefni sem ég á að lesa - en held þetta verði bráðum betra þegar ég er orðin vön að lesa svona mikið á dönsku.
Er ekki enn komin með neitt inn í herbergið mitt nema bara rúmið sem Ívan og fjölsk eiga reyndar. Stefni á að kaupa mér skrifborð og skrifborðsstól sem fyrst svo ég geti vanið mig á að hafa almennilega læriaðstöðu hérna heima þar sem ég endist ekkert voða lengi á gólfinu - og svo verður mér alveg ágætlega illt í bakinu á að sita í rúminu og læra - sem er síður en svo að gera sig.

Er að vinna í því að finna mér hjól þar sem mig langar að koma þeirri hreyfingu inn - og spara um leið peninga með lestinni. Tekur ekki nema 20  - 25 mín að hjóla í skólann, og 30 mín til að komast inn til Hovedbanegården sem er ekki svo slæmt. Myndi samt örugglega kaupa lestarkort í nóv - jan svona yfir köldustu mánuðina - og því ég á líka von á því að ég fari oftar inn í bæinn þann tíma.

Fékk línuskautana mína á sunnudaginn og hef verið að leita af góðum stígum til að línuskauta, hef samt ekki fundið neitt hérna í kring og held mér þá bara í hugsunina að fara inn á Amager strandpark þar sem ég er æðislega línuskauta pláss :)

Fór í fyrsta praktík dag í síðustu viku, alveg ágætt en samt ekkert til að hrópa húrra yfir þar sem ég var ekki að sjá neitt nýtt og allar þær sem fóru upp á spítala ( sem voru allar nema ég og ein önnur stelpa - frekar fúlt .

Annars ekkert nýtt frekar en fyrri daginn þannig læt nægja í bili :) 

 

 


Ný byrjun

 Með hjálp foreldra, vina og vandamanna og trú á sjálfri mér hef ég náð þeim árangri að byrja í háskóla. Önnur vikan núna og ég gæti ekki verið ánægðri með allt. 30 stelpur í mínum bekk, 28 fráDK, ein frá Noregi og svo ég. Aðstaðan þarna er æðisleg; eldgamalt hús - enda elsti hjúkkuskólí í landinu - stofnaður af Dronning Louise árið 1863. 

 Þar sem þetta er nokkurs konar klaustur þá eru nokkrar myndir af nunnum, ritningarvers úr nýja testamentinu, okkar eigin kirkja, ( hótel og elliheimili líka reyndar ) og andrúmsloftið þarna er æðislegt. 

 i_parkspisestue

 

 

 

 

Dronning_Louise_statue

 

 

 

 

 

 

 

Skolens_indgang

 

    dansende_sygeplejersker_1974

 

 

 

 

 

 

Fullt fleira nýtt samt heldur en bara skólinn. Er flutt inn til Köben í þetta fína herbergi; 

 

img_3210

 

img_3211

 

img_3212

 

img_3213

 

Skal alveg viðurkenna að það er svona smáááá tómlegt þessa dagana, en þetta kemur allt, vonandi :) 

Fleira nýtt?

"Nýkomin" heim frá Svíþjóð þar sem ég var í 5 daga. Var hjá strák frá Couchsurfing í litlum bæ sem heitir Oskarshamn. Keyrðum slatta í næstu bæi svo ég gæti skoðað mig um og enduðum svo á því á laugardaginn að keyra niður með suð austur ströndinni þannig nú get ég sagt að ég hafi séð slatta mikið af Svíþjóð. 

Fyrir þá viku sem ég var í Svíþjóð var ég að "hýsa" fólk frá couchsurfing, 5 manneskjur + Petra var hérna yfir eina helgi. Fór líka á 3-4 couchsurfing meetings, ekkert smá dugleg! 

Fyrst var það Dan frá Californiu, hann var hérna í 4 nætur. Við máluðum bæinn rauðann ( í orðsins fyllstu merkingu, þar sem mér tókst að detta nokkrum sinnum og "málaði" þannig bæinn rauðan með nokkuð stórum sárum sem ég fékk ). Fórum í "open air bíó", í tívolí ( tivoli goes gay, CS event ) , bari, löbbuðum alla köben og ég held ég geti sagt að ég sé vel ánægð með þá fyrstu "couchsurfing hosting experience" sem ég fékk. 

Á mánudeginum fór ég á CS meeting í Christiania og svo á RizRaz ( sem er núna uppáhalds veitingastaðurinn minnn ! :D ) 

Næst var það Jari frá Finnlandi sem var í 2 nætur. Við dönsuðum skóna af okkur ( endaði á því að ég eyddi hluta af kvöldinu í hans skóm! ), sátum á pride square og drukkum vín, borðuðum pizzu og fleiri skemmtileg heit. 

Og svo Markus frá Þýskalandi, sá að hann var kominn til Köben klukkan 10 um kvöldið og ekki enn búinn að finna stað til að gista á þannig ég hringdi og sagði að hann gæti alveg verið hérna. Hann kom svo hálftíma seinna og við töluðum langt fram á nótt um skóla og matar mun í löndunum ( þýsklandi, Dk og Íslandi ). 

Á Laugardeginum var gay pride gangan sem ég og Ariel tókum þátt í ( Ariel frá puerto Rico ). Ætluðum bara að ganga með en enduðum samt í miðri göngunni og löbbuðum fyrir "bøsse og lesbiske students" :D

Eftir gönguna hitti ég Sune og Hanna og við fórum í Fælledparken á óperusýningu og vorum með picnic. Fórum svo út um kvöldið, og svo gisti Hanna um nóttina. 

Hanna, ég og Sune fórum svo á amager strandpark þar sem við hittum Markus ( frá þýskalandi ) og við eyddum deginum þar .. 

Sunnudagskvöldið kom Rogelio frá Mexico og var svo eina nótt. Ég var dauð úr þreytu þegar hann fór svo- enda kannski ekki mælt með því að hýsa sovna marga á stuttu tímabili. 

Í seinustu viku fór ég svo í Rustur með skólanum ( einskonar busaferð ). Keyrðum í 2 tíma og svo ferja í ca 40 mín. Enduðum á litlri eyju sem heitir Femø. Eyddum 2 nóttum þar - með einskonar þemapartý. Með glæsibrag tókst mér að verða veik - fékk eitthvað í hausinn og gat ekki hreyft augun og tárin láku af sársauka. Missti þar af stærsta partýinu - en mér var svosem sama á því augnabliki - enda ekki mikið sem ég gat gert annað en að liggja upp í rúmi. 

Fékk að vita í dag að maður þarf að vera fljótur að sækja um 4mánaða praktík í útlöndum - sem verður eftir 1 ár. hef nokkurnveginn tækifæri á að sækja um í hvaða landi sem er sem er með Diakonisses skóla - sem ísland er ekki með! Ætla byrja á að sækja um Brasilíu - og svo Tæland. Brasilíu ferð væri meira ferli því skólinn er ekki í beinu samstarfi við landið - en þó er hægt að fara .. og því ætla ég að reyna á það umsóknarferli. ( Enda minn draumur að fara þangað! ) 

 Er að vinna í því að koma matarræðinu í gegn - og á sama tíma að reyna spara pening við matarinnkaup. Byrja núna næsta föstudag á vikuinnkaupum og er meira að segja kominn upp með lista og alles :D Eins gott að hann geri eitthvað gagn. 

Held ég láti þetta nægja í bili .. 

p.s. Ég ætla að minna á að þó ég sé byrjuð í hjúkrunafræði námi þá þýðir það ekki að ég hafi þann yfirnáttúrlega  lækningarmátt ... þannig myndi bara sleppa því að spyrja mig "afhverju ætli þetta sé - er þessi hósti eðlilegur" og fleira í þeim dúr - ég hef nefnilega ekki hugmynd; mæli bara með læknisferð ;) 

 

 


Klappað og klárt?

Bara 3 dagar og svo byrjar ferðalagið sem verður einhvern vegin svona; 

ferd.jpg

nokkur flug og nokkrar lestarferðir, og svo nokkrar bílferðir ( fáum far hjá ítölum frá Munich - Hamburg ). 

Ætla ekkert að koma með neitt rosa mikið inn í dag, reyni að komast eitthvað á netið í ferðinni til að láta vita af mér :) 

 

Er ekki enn komin inn í skóla, en er búin að fá herbergi í Kaupmannahöfn :)  Held ég geti flutt inn í fyrstu vikunni í ágús. 

 

 

 

 

 

Þangað til einhvern tímann í ágúst - Bless! 


Sumar og sólarblíða - í Stokkhólmi, París og Berlín

Þó ekki sé kominn heill mánuður frá síðasta bloggi hef ég ákveðið að koma inn með smá fréttir, enda margt búið að gerast / breytast hérna úti síðan síðast.

Helsta er að plan mitt fyrir ferðalag hefur breyst rosalega. Fyrst núna get ég staðfest hvernig það verður, enda búið að kaupa alla miða nema miðann heim aftur til Kaupmannahafnar. Eitthvað verður ferðalagi stærri en ég gerði ráð fyrir frá upphafi - en það er bara enn betra! 

19. júlí tek ég lestina til Stokkhólms og þaðan held ég áfram til Ljusdal. Legg af stað héðan um hálf 6 leitið um morguninn og er komin í Ljusdal um klukkan 6 um kvöldið. Allt í allt 5 lestir ;

Héðan - Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn - Malmö, Malmö - Stokkhólmur, Stokkhólmur - Gävle, Gävle - Ljusdal. 

Hálftíma stopp í malmö og Gävle, og svo rúmlega klukkustund í höfuðborginni.

Þar búa svo 2 strákar sem ég gisti hjá, og fer svo aftur til Stokkhólms með lestinni um hádegi á sunnudeginum  20.júlí.  Þar mun ég svo hitta vin minn frá Brasilíu sem ég hef þekkt í 3 ár, en aldrei hitt  ( og nei, ég er ekki á leiðinni að láta drepa mig - þið megið sleppa þeim kommentum! ). Planið er svo að nota CouchSurfing og gista þar af leiðandi heima hjá "einhverjum" nóttina 20 - 21sta júlí. 

stockholm

21. júlí  höldum við svo til Parísar ( sem sagt ég og vinur minn ), um morguninn og ætlum að eyða 3 dögum þar. Ætlum líka að nota couchsurfing þar, erum bara að vinna í því að finna fólk sem við höfum áhuga á að gista heima hjá, og kynnast. 

paris

24. júlí fljúgum við svo aftur til Stokkhólms, lendum þar frekar snemma, eða um 10 um morguninn. Höfum ekki enn ákveðið hvað við eyðum deginum í, ætli það komi ekki bara í ljós þann daginn. Flugið til Berlínar er svo 20 mín í 8 um kvöldið. 

og já það var ódýrara fyrir okkur að fljúga til baka til Stokkhólms, og svo til Berlínar

Berlin

Verðum allavega til 27.júlí í Berlín en erum svo að hugsa um hvort við eigum að fara til Munich eða ekki, kemur í ljós seinna. 

Þar sem ég hef ekki enn keypt miðann heim tiil Kaupmannahafnar þá er ekki alveg á hreinu hvaða dag það verður, geri samt ráð fyrir að það verði 29.júlí :)  

Ég get eiginlega ekki líst þvi´hvað ég er spennt, en á sama  tíma að drepast úr kvíða. Eiginlega bara útaf einhverjum fjandans væntingum sem maður gerir á sjálfan sig. Ég er líka svolítið smeik við að fara ein frá stokkhólmi í þennan hinn bæ ( 3-5 tíma lestarferð ) því ég þekki þá stráka ekkert of vel, en treysti þeim nú samt.  

 Ég er að vinna í því að klára að pakka öllu dótinu mínu núna, sjæsinn hvað ég á allt í einu mikið af dóti. Og svo tími ég ekkert að henda neinu - þannig það fer bara allt niður í tösku. Smá breyting á í fyrra samt þegar ég kom hingað; í þetta sinn eru öll fötin brotin saman - og svo ofan í tösku. Hef samt þó eytt dágóðum tíma í að flokka fötin - hvað ég ætla að nota í sumar, og svo hvað ég hef engin not fyrir. Sumt af þessu passa ég samt ekki einu sini lengur í - eeeen nei, vil ekki henda  Blush

Dyrehavsbakken  á morgun, og svo helgin heima hjá ömmu og afa. Ætla að eyða aðeins meiri tíma með Maríu svona áður en hún fer heim núna á mánudaginn. Ekki það að ég hafi ekkert verið með henni ; enda var hún hérna hjá mér eina helgina :) Fórum og hittum Petru á föstudeginum - og svo í Tívolíið á Laugardeginum. Mjög fín helgi. 

maría og lena

Engar nýjar upplýsingar um skóla eða húsnæði. Kemur allt í ljós í næsta mánuði.

Man heldur ekkkert annað fréttnæmt þannig læt þetta duga í bili - og kem svo með annað næstu 2-3 vikur.

 


Maí mánuður.

Ákvað að koma með smá blogg - bara rétt til að þið vitið hvað er að gerast hérna úti - þó það sé nú ekki margt.

Helsta er að ég er hætt við Króatíu í sumar. Stressið var að drepa mig; Við vorum ekki búnar að panta miða - miðinn verður alltaf dýrari og dýrari, þetta hefðu verið 2 síðustu vikurnar í júlí á þessu ári sem þýðir akkurat sá tími sem maður fær að vita hvort maður sé kominn inn eða ekki í skóla og sama með húsnæði. Hitinn í Króatíu er upp í 45°c á þessum tíma - ég er að kafna úr hita í þessum 25°c sem eru hérna í DK þessa dagana - veit ekki hvernig ég ætti að lifa af í 45°c. Og, svo hefði þetta eiginlega bara verið afslöppunarferð - strönd og drykkja í 2 heilar vikur. Ég er ekki alveg týpan til að nenna og vilja liggja á ströndinni allan daginn - fínt í 1-2 daga þó. 

því hef ég ákveðið annað ferðalag. 

Berlín - München. Það er samt ekkert alveg 100%, en ætti að koma í ljós í þessari viku. Ég færi ein, en myndi svo hitta á vin minn í München þar sem við ætlum að fara í dagsferð að skoða kastala. Færum svo daginn eftir til Berlín þar sem við ætlum að reyna að kynnast sem mestu af fólki á 1000 herbergja hósteli í miðri borginni. Ýkt spennandi.
Sú ferð yrði farin um 22 júlí, og ég kæmi svo aftur til DK 6-7 dögum seinna.

Keypti mér nýja myndavél - og hef sjaldan verið jafn ánægð með eitthvað sem ég eyði peningunum í. Ætlaði að kaupa eitthvað smotterís vél, en ákvað svo að leggja í Canon Ixus90 :) Hún er nokkuð ódýrari hérna úti heldur en heima, munar um einhvern 20þús. Á reyndar eftir að kaupa viðbótartrygginguna, sem ég ætla mér að gera vonandi í þessari viku. Einnig vantar mér minniskort, ekkert rosalega heillandi að taka einungis 10 myndir í hvert skipti.  Allt í allt held ég að þetta muni kosta um 45 þús.

María kemur svo hérna til DK eftir viku, og ætlar svo að koma í heimsókn hérna þar næstu helgi, ég vonast eftir góðu veðri svo annar dagurinn af 2 getur farið í Tívolí ferð - og þá allan daginn / kvöldið svo hún geti fengið að sjá flugeldasýninguna um kvöldið - og svo kannski ströndin daginn eftir. En það kemur bara allt í ljós.  Hún fer svo heim aftur í enda júní.

Innan við mánuður þar til ég fer til Ömmu og afa og verð þar til Berlínar ferðar. Eins gott að það verði sumarblíða út júlí svo ég geti eytt dögunum í að fá smá (meiri) lit, og hreyfinguna - að koma mér á ströndina! Wink Vonast svo eftir að fá húsnæði þar sem ég get flutt inn 1sta ágúst - svo ég hafi smá tíma til að koma mér fyrir áður en skólinn byrjar um miðjan ágúst. Sæþór ætlar svo að koma eitthvað í heimsókn einhvern daginn í ágúst ( það er allavega planið hjá honum, veit ekkert hvað verður úr því ) og svo koma 2 aðrir vinir og verða hvor 1-2 nætur ( eru að ferðast um Evrópu, og ef þeir koma til Dk þá gista þeir ). 

Fátt annað merkilegt að segja frá. Hef farið í nokkrar góðar piknik ferðir í Hilleröd ( og eina út á verönd heima hjá Petru =P ). Örugglega farnir nokkrir tímar af maí í Fox and Hounds barinn, og ekki má gleyma að ég er fastagestur í H&M - þó ég kaupi ekkert alltaf eitthvað. ( Veskið mitt er frekar tómt þessa dagana :( )  

Held ég láti bara gott heita í bili - og komi svo með annað blogg í enda mánaðar, eða byrjun næsta. Þangað til þá - njótið sumarsins :D

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband