ég, ég og ég ..

hef nákvæmlega ekkert skrifað hérna inn síðustu vikurnar og ákvað því að koma með smááá update.

Skólinn gengur bara venjulega. Þetta módul fer í tauga, maga / þarma og öndunarsjúkdóma og við búin að vera í eintómum verkefnavinnum. Minn hópur heldur svo 20 mín fyrirlestur 31sta mars og fer svo í viku lokapróf 1-8. apríl.
Ég kláraði dönskunámskeiðið mitt á mánudaginn. Hef verið að velta því fyrir mér lengi að hætta því mér finnst ég fá svo lítið út úr þessu + það er stórmunur á að vera svíi eða íslendingur að læra dönsku, ég á það allavega ekki til að skipta yfir í "mitt" tungumál í tímunum heldur píni mig að tala dönskuna. Fékk svo að vita frá auka kennara í gær að ég ætti ekkert að vera eyða peningunum í annað námskeið því ég væri orðin það góð, en gæti samt tekið smáá R æfingar af og til ( ég á MJÖG erfitt með að ná R-inu ). ... ég á samt sem áður langt í það að vera mjög góð!

Ég ákvað að fara til Úganda á næsta ári. Er í því að skrifa email og svona til að finna skóla úti sem er til í að taka mig inn - og senda mig í praktík. Ég mun örugglega fljúga til Kenýa og þaðan til Úganda - örugglega Kampala en ekkert alveg víst, en verð alveg pottþétt ekki í einhverju krummaskurði. Þetta er samt ekki fyrr en fyrst í apríl á næsta ári.


Mér leiðist ekki eins mikið núna eins og áður... Ég er byrjuð að sækja um einhverjar vinnur, fer í sund, kaffihús ( 3 kvöld í þessari viku! ) og svo skólinn bara. Ætla líka að eyða smá tíma í að læra Swahili - svona aðeins betra að kunna smá í tungumálinu þegar ég flyt út Smile

held það sé ekkert annað sem ég get sagt .. reyni að standa mig betur hérna inni á næstunni. ( oohh,ætli éghafi ekki sagt það áður! ) 

 


Aldrei aftur um mið Evrópu á puttanum að vetri til!

Sumir neita að tala við mig þar til ég er búin að blogga - þar sem að ég hef lofað bloggi seinasta mánuðinn en ekkert gerist. Sjáum til hvernig þetta mun ganga ..

 Að þeirrar manneskju mati hef ég FULLT að blogga um, ég hef ekki grun um hvað sú manneskja er að tala um samt!  Ég veit ég var að ferðast, ég hef verið að vinna upp á spítala í einskonar praktík fyrir skólann og svo var ég að klára lokaprófið mitt. Og nú vitiði það - og ekkert meira um það að segja. Eða hvað? 

Tökum fyrst það fyrst nefnda; hið unaðslega ferðalag. Eða ekki

Mér fannst semsagt mjög fínt, en var ekki sátt og á góðri íslensku er þá hægt að segja "var ekki þess virði". 3 vikur af ferðalagi, 6 lönd, 4000 km á puttanum, og hvað uppskar ég; Mjög fáar myndir, og veikindi! Kannski ég nefni það góða samt, ég kynntist tonn af fólki ( jah, eða lítt meira .. svona ef við færum þetta inn í stærðfræðina því tonn af fólki væri bara ekki svo margar manneskjur! ) 

Við byrjuðum semsagt hérna inn í Kaupmannahöfn. Strákur sem ég þekkti ekkert - annað en það að við vorum búin að plana ferðalag saman á msn! kom hingað 15.des og gisti yfir nóttina og svo lögðum við í hann þann 16.des. Fengum þá lífsreynslu líka að upplifa jarðskjálfta hérna í mörkinni - sem ég hélt að myndi nú ekki gerast; en ég hafði víst rangt fyrir mér. En hver hefur ekki gaman af því að byrja fína ferðalagið sitt á jarðskjálfta! 

Ég ætla ekki að þylja upp alla bíla sem við fórum í, en allt í allt fór ég í 34 bíla, um 3800 km!  En held ég verði samt að nefna nokkrar manneskjur sem tóku okkur upp - og sita fast í minningunni! 

Fyrsti bíll sem eitthvað "áhugavert" er við var sá sem tók okkur upp í litlum bæ í Þýskalandi. Við hefðum ekki getað verið meira þakklát manninum fyrir að taka okkur með nokkra kílómetra þar sem við vorum búin að vera í þessum í 4 tíma; það lengsta sem við biðum í allri ferðinni. 2 tímar af þessum 4 fór í að standa í einhverjum kanti og vonast til að einhver var að fara þessa leið, 3 bílar stoppuðu en allir að fara í hina áttina ( vegurinn skiptist nokkrum km frá ). Eftir þessa 2 tíma var ég FROSIN! og orðin fáranlega svöng, þarna um klukkan 4 pm og við ekkert búin að borða. Eins og á öllum stöðum þá var BurgerKing / Mcdonalds þarna og þar fórum við inn til að hlýja okkur og borða ( jááá ég veit - draslfæði - en ég var svöng! ). Um 5 leytið "fundum" við þennan mann, hann keyrði okkur um 100 km - sem hann keyrði að hluta til á 30km / h og það á þjóðveginum! .. en við komumst þó á leiðarenda fyrir vikið. 

Svo var það maðurinn frá Maine - það var eina skiptið sem við þurftum ekki að spyrja neitt, heldur kom hann að okkur þegar við vorum að skrifa skilti - hann á leið til Ítalíu og vildi endilega taka okkur upp ef við værum að fara sömu leið ; sem við vorum. Þarna á leið til Innsbruck :) 

Svo var það þegar ég lenti í að bíll keyrði inn í hliðina þar sem ég sat. Mér fannst það síður en svo fyndið - og var lengi að ná sjokkinu burt. Maðurinn sem var að keyra var samt voða almennilegur, og þetta var ekki honum að kenna. Mest þakka ég samt fyrir að ekki fór verr. En allavega, sá bílstjóri keyrði okkur um Osijek í Króatíu til að sýna okkur það helsta. Við sáum til dæmis höllina þar sem hluti af handboltamótinu er núna - gamla bæinn og svo keyrði hann okkur á stað sem var fínt að halda áfram puttaferðalaginu. 

Á landamærunum Króatía / Ungverjaland lentum við í þeirri skemmtilegri reynslu - að fá löggurnar á okkur eftir að hafa verið ólögleg í landinu. Byrjaði samt altl á því að manneskjan sem tók okkur upp í Osijek keyrði okkur um 10 km frá landamærunum, sem við vorum í raun alveg sátt við, annað en það að þar keyrðu um 5 bílar á hverjum 30 mín ! - og enginn stoppaði. Við löbbuðum einhverja kílómetra þar til maður stoppaði - sem var á leið inn í fyrsta bæinn í Ungverjalandi. Í bílnum var líka mamma hans sem var EKKI sátt við að hann hefði stoppð fyrir okkur. Þegar við komum svo að landamærunum þar sem er tékkað á vegabréfunum byrjuðu "lætin". Eitthvað varð lögreglan skringileg í framan þegar við gáfum þeim vegabréfin og svo fengum við FULLT af spurningum .. sem ég reyndi að svara með stökustu ró - en í raun orðin frekar mikið stressuð. Eftir spurningaflóðið sögðu þau mér að við hefðum átt að fara á löggustöðinna þegar við komum inn til Króatíu til að fá leyfi ... ég sem hélt að lögreglan sem ég talaði við þegar ég kom inn til króatíu hefði átt að segja okkur það - eða að hún hafi þar með gefið okkur leyfi!
Allavega, þarna vorum við búin að vera stopp í sca. 10 mín, og þá orðin hrædd  um að manneskjarn sem var að keyra okkur væri orðin frekar pirruð, þannig sagði að hann gæti bara farið, við myndum bara taka næsta bíl sem vildi fá okkur upp í, en ekkert nema almennileg heit, hann lagði bara bílnum og beið með okkur .. í þessar aðrar 20 mín. Við þurftum nefnilega að bíða eftir lögreglu frá öðrum bæ til að leyfa okkur að fara úr landinu - og þarna kom fallega skuldin okkar 70€ ! En smá bros bjargaði öllu ( og örugglega hræðslan í mér :$ ) og við sluppum við að borga og máttum halda ferð okkar áfram.

Næstsíðasti bílinn sem ég ætla að nefna eru þeir feðgar sem tóku okkur upp á milli Mohacs og Szakszard í Ungverjalandi. Mathieu ( sá sem ég var að ferðast með ) labbaði eitthvað í burtu á meðan við vorum að bíða, og þá stoppaði þessi fáranlega flotti bíll fyrir mér ( já bara mér, ekki Mathiue! ) 

Hungary.car svona bíll, bara appelsínugulur!og ekki í einhverju svona "fínu" hverfi - heldur in the middle of nowhere! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar feðgarnir áttuðu sig á því að við vorum 2, en ekki bara ég ein voru þeir ekki alveg viss um að þeir voru að fara á þann stað sem þeir sögðust ver að fara á ( Szakszárd ) en sögðu svo að það væri í lagi og tóku okkur upp í. Þeir töluðu ENGA ensku, og við skildum ekki neitt sem þeir voru að spyrja út í - sem endaði á því að þeir vildu sjá vegabréfin okkar sem við vorume kki alveg til í að sýna - sem varð til þess að þeir stoppuðu bílinn og voru víst ekki lengur á leið þar sem við vorum að fara, held ég hafi samt aldrei verið jafn fegin að komast úr bíl þvi mér var farið að líða heldur illa yfir öllum spurningunum sem þeir spurðu / og ég skildi ekki neitt :s

Síðasti bílinn sem ég ætla að nefna - og sá síðasti í ferðinni er konan sem tók mig upp í bílinn ekki langt frá Hamburg. Hún var á leið til Kaupmannahafnar og því gat ég farið alla leið með henni. Hún var í einu orði sagt yndisleg. Við tölum helling, ( á dönsku, þrátt fyrir að vera hvorugar héðan ) og svo keyrði hún mig heim að dyrum. Hefði ekki getað endað ferðina betur. 

ÉG neita aðsegja meira fráþessari ferð, ég ætla ekki alveg að drepaykkur leiðindum, enda ekki neitt sérstök ferð. Hefði næstum haft jafn gaman ef ég hefði hangið hér heima bara - eða kannski bara heima á Íslandi! ( og já, ég er í fýlu út í ferðina mína ... það var alveg gaman mest allan tímann, en sumt eyðilaggði :( ) 

Og þar hafiði það .. 

Skelli svoinn myndum í næsta bloggi - megið bíða spennt!" ( ég lofa að það verði ekki svona langt á milli :P ) 

 

 


4000 km of hitchhiking ; Central europe

Yes, I did make it! :)

I'm working on a longer blog to tell you all about my trip.

It all started in Copenhagen, and ended there as well. in between we made some stop in Hannover, Nürnberg ( Germany ), Innsbruck ( austria ), Ljubljana ( not over a night tho, just for some hours ) ( Slovenia ), Zagreb, Sl.Brod, Vukovar, Osijek ( Croatia ), Budapest ( Hungary ), Vienna ( Austria ), Prague ( Czech Republic ), Berlin and Hamburg ( Germany ) .. and then again sweet home Copenhagen. 

Give me about a week .. then the story will be up! :) 

 

Lena Osk ( who is still exhausted after the trip, even tho she's been home for 2 days now ) 


2450 km á puttanum! :)

2450 km á puttanum, 23 bílar .. nokkud gott :)

Hlakka til ad koma med alla soguna inn eftir ad ég kem heim, eigum enn eftir ad fara um 1400 km ...  geri rád fyrir max. 10 bilum, en gaetum farid thetta á 6 bilum, en madur ma vist ekki alltaf gera rad fyrir thví besta ;) 

 

Lena 


Ferðalag

Jæja, lofaði víst að koma með planið af ferðalaginu;

Strákurinn sem ég ferðast með kom hingað til Kaupmannahafnar í gær. Í dag leggjum við af stað til Hanover í Þýskalandi og verðum þar í eina nótt. Förum svo suður í Þýskalandi til að skoða kastalann sem ég ætlaði að skoða í sumar; http://en.wikipedia.org/wiki/Neuschwanstein_Castle. Eftir það förum við til Innsbruck í Austurríki og verðum þar í 1 nótt ( 17-18.des )

Við stefnum svo á að fara til austur Króatíu, en þurfum að stoppa einhvers staðar í 1 nótt. Verður annað hvort í Zagreb eða í Slóvakíu - við landamærin til Króatíu. Verðum svo í 1-2 nætur í austur Króatíu. Eftir það förum við til Búdapest og ætlum að vera í 2 nætur ( 22-24 des ). frá búdapest förum við til Vín í Austurríki en ætlum að stoppa í einhverja tíma í Bratislava ( slovenia ) í nokkra tíma, bara til að skoða um.
Verðum í Vín 24-26 des, Prag 27-28 des og svo Berlín 28-2 jan .. kannski til 3ja samt .. held það ; fer eftir því hvað ég á mikinn pening eftir - gæti viljað versla eitthvað í Berlín áður en ég kem heim.

 

og þar hafiði það. Er að klára að gera mig til - og svo erum við farin! 

Eigið góð jóól! :D 


Nýtt?

Viljiði nýtt blogg?

 

Fer aaaalveg að koma inn, lofa! Allavega svona áður en ég legg af stað í ferðalagið eftir 8 daga! 


23.nóv

19 ára og viku gömul! – Þakka fyrir allar hamingjuóskirnar =)

Allt gengur sinn vanagang og því væri í raun og veru bara algjörlega óþarft að blogga, en ætli ég geti ekki kreyst fram einhverjar fréttir fyrir bloggþyrsta vini og vandamenn.

Ætlaði að vera geðveikt dugleg að læra um helgina, en það gekk ekki alveg eftir. Náði ekki lesefninu fyrir föstudaginn, þannig ákvað að vera bara heim þann daginn í stað þess að fara í skólann og vera eins og einhver asni sem ekki vissi hvað var verið að tala um. Í staðinn kláraði ég að lesa námsefnið og ef mig minnir rétt held ég hafi ekki orkað mikið meira þann daginn – veit samt ekki alveg hvaðan sú þreyta kom. Rétt eftir miðnætti kom sá fallegi læriandi yfir mig og ég eyddi 3 tímum í að teikna upp ( og skrifa inn á ) allt það sem ég hef lært í líffærafræðinni síðustu 2 vikur og hafði gaman af og lærði líka alveg heilan helling.

Á meðan á teikningum stóð skrifaði ég á msn með Hildi vinkonu heima á Íslandi – langt síðan við höfðum tíma til að bulla svona mikið eins og þá ... ( kannski voru einhverjir öfgar í bullinu okkar – en það er bara okkur líkt ). Hlakka svo að koma heim til að hitta hana og knúsa litlu Söndru hennar og Ármanns, enda enn frekar bitur út í að ekki hafa haft tækifæri á að hitta hana  ( hildi, sandra ekki komin þá :P ) í síðustu íslandsferð – og hef þar af leiðandi ekki hitt hana síðan í útskriftarveislunni minni ( sem var líka mjög stutt stopp því miður ), en það kemur að því að ég hitti hana á ný! =)

Mér finnst allt vera að gerast í kringum mig, á milli þess sem það er brjálað að gera hjá sjálfri mér ( svona 1dag í viku eða svo ;) ). Þess á milli læt ég mér leiðast með skólabókum, sit í eldhúsinu og tala mína bjagaða dönsku við góða nágranna eða fer í mat heim til vina – líkt og í gærkvöldi. Lúxus að eiga vini sem nenna að elda fyrir mann ;)

Skellti mér til læknis í síðustu viku .. blóðþrýstingurinn í tip toppi og því lítið hægt að gera. Á þó að fara í einhverjar blóðþrýstingsmælingar í janúar og vona að það komi bara góðar niðurstöður úr því  ( sem betur fer geta ekki einu sinni komið alslæmar niðurstöður úr því, þannig ég veit fyrirfram að ég sé ekki í neinni hættu )

Það styttist í ferðalagið mitt – bara fáeinir dagar! Erum orðin frekar spennt – enda algjörlega ný upplifinu fyrir mig að fara um mið evrópu – á puttanum! ( foreldrum og vinum til skemmtunnar ;) ). Eitthvað hefur planið okkar breyst og ekki enn náð fullri skipulagningu og því get ég ekki sagt hvernig það verður. Ætli það komi ekki bara í ljós svona fyrst í ferðalaginu og því verði ég bara að segja frá því hvernig  var þegar ég er komin heim fyrst – spennandi? Eina sem við vitum núna er svona nokkurn vegin hvaða leið við ætlum að fara en erfitt að ákveða núna hvar við ætlum að stoppa því maður veit aldrei hvað ”hitchhiking” býður í för með sér .. hvort maður nái 200 km á dag .. eða jafnvel upp í 1000 =)
Það verður þrátt fyrir það stoppað í Hannover og í kastala einum í þýskalandi ( alveg við landamærin við Austurríki ). Næsta stopp verður einhvers staðar í ölpunum og svo höldum við áleiðis til austur Króatíu – höfum ákveðið að stoppa ekki í Zagreb ( höfuðborg Króatíu ) og Bratislava – einungis vegna tímaskorts. Viljum allavega ná að vera minnst 2 daga í borgum sem við stoppum í – svona aðeins til að kynnast fólkinu sem hýsir okkur – og til að hafa smá tíma til að skoða okkur um.

 Held það sé komið nóg í bili bara - reyni svo að vera aðeins duglegri að koma með eitthvað  hérna inn :)


couchsurfing pönnuköku partý! =D

Bara rétt til að láta vita af mér, og svo seinasta bloggið sem 18 ára :) 

Allt í fínu lagi hjá mér eftir miðvikudaginn, gengur samt ekkert að fá blóðþrýsting upp þrátt fyrir salt og rúsínuát og appelsínudrykkju. Þannig svimar ennþá rosalega þegar ég stend upp og ef ég stend kyrr.
Fer til læknis í næstu viku vonandi ( ef það er tími laus ) og vonast þá að neðri talan sé komin yfir 50, helst 55 ( var með 97/ 47 á miðvikudaginn ).

Ég held samt að núna þegar maður er meðvitaður um lágan blóðþrýsting þá taki maður mikið frekar eftir einkennum heldur en áður – þannig að líðan gæti verið sú saman, maður vissi bara ekki ástæðuna áður og var því ekkert að kippa sér upp þó svimi og ógleði væri til staðar.

Ætla kaupa járn töflur í næstu viku og vona svo að náladofi láti sig hverfa! Það er orðið frekar þreytandi að fá náladofa á hverjum degi og svona rosalegan sem neitar að fara strax, og hver á von á að fá náladofa í læri þegar maður stendur uppréttur? Ekki alveg að gera sig til lengdar.

Verð svo 23 ára á morgun – að mati nágranna. Heyri oft að minn rétti aldur passi ekkert við mig, og fæ alltaf ”gisk” um að ég sé að verða 23 ára? Svolítið óþægilegt að vera mikið yngri en það, þar sem vinir mínir eru allir eldri og svo kem ég og eyðilegg allt með að við komumst ekki inn á suma staði þar sem maður þarf að vera 21 árs, en iss .. núna þurfa þau bara að bíða 2 ár lengur :P

Skelli mér í pönnuköku partý í dag á vegum Couchsurfing, 80 manns búin að skrá sig! Verður spennandi þar sem þetta er haldið í ca. 40 fermetra íbúð eða svo .. Gerist reyndar sjaldan að allir mæta sem skrá sig, og svo  eru ekki allir allan tímann. Yfirleitt mæti ég um 5 leytið, til að hjálpa til og svona, en svo eru flestir á milli 7 – 10 um kvöldið.
Hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera í kvöld, bíð eftir að vinur minn hringi i mig. Töluðum eitthvað um að fara í partý, en ég held ég meiki bara ekki ógleði + svima + brjálæðislega háa tónlist og væri mikið frekar til í lítið partý í heimahúsi heldur en á einhverjum skemmtistað – kemur samt bara í ljós seinna í kvöld.

Skóli gengur vel, og ekkert breyst hérna heima, líður mjög vel og enn ánægð með nágranna ;) ( hahah kannski ástæða fyrir því o:- )  )

Þyngist svolítið þegar Anna var hérna, en léttist svo skuggalega mikið stuttu eftir að hún fór, 4,2 kg á 5 dögum =S Er alveg út í plús og mínus tölur, vona samt að geta komið inn með eina tölu helst fyrir jól allavega. Er samt ekkert í megrun núna, vil fyrst ná upp blóðþrýstinginum, passa mig bara á matarræðinu og svo get ég farið að passa mig enn meira þegar allt annað er komið í lag.

Nóg í bili – góða helgi! :)


Danir björguðu mér nú í fyrradag !

Mikið minna mál heldur en þetta, en Danir björguðu mér nú samt í fyrradag þegar ég leið útaf í lestinni. ( sjá blogg 12. nóvember ). Þeim datt örugglega ekki til hugar að spyrja til þjóðernis og ef svo hefði verið þá stórefast ég um að þau hefðu labbað burt frekar en að hringja á sjúkrabíl eins og þeir gerðu. 

Finnst svo leiðinlegt hvað Danir eru alltaf djöflamálaðir, en sjaldan sagt góðu fréttirnar. Ég hef allavega ekki enn orðið fyrir skoti frá þeim, en jújú - einhverja vorkunn samt að vera frá Íslandi; hef fengið skilaboð og hringingar um að fólk vilji hjálpa mér peningalega séð ef ég lendi í vandræðum. Ekki slæmt það ef svo skildi koma upp á.

Er farin út að njóta dagsins meðal Dana ;D 


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk góðu Danir - ( Að falla í yfirlið í lest! )

Lenti í þeirri skemmtilegu lífsreynslu í dag að það leið yfir mig af "sársauka" í lestinni á leiðinni heim í dag Sad
Fór í skólann klukkan 8, og allt í fína lagi - um 9 fór ég að finna fyrir verkjum ( var mjög líklega bara túrverkir? ). Var ekkert vont, en svona í seinni hluta tímans sem ég var í þá náði ég engu sem kennarinn sagði því ég var að einbeita mér af að slaka bara á.
Tók þá ákvörðun að fara bara heim klukkan 10 í stað 12, þar sem ég var ekkert að ná því sem kennarinn var að tala um. Leið samt ekkert illa en samt stanslausir vægir verkir. Þegar ég kom úr strætó voru 10 mín í lestina mína þannig ákvað að ganga um því mér leið verr ef ég stóð kyrr .. verkirnir urðu meiri og meiri en ég var samt ekkert "slæm" eitthvað - og alveg "afslöppuð".
Þegar ég kom í lestinni var mér farið að líða verr og verr, ég settist niður í svona 2 mín og stoð svo upp 2 stöðum á undan minni, þar sem ég á að fara út. ...
Allt í einu magnaðist verkurinn svo rosalega að ég endaði með að "blindast" ( ehm, hljómar asnalega, en gerist hjá mér ef verkir verða of miklir að ég sé ekki neitt ). Er alveg að líða út af þegar það kemur stelpa/kona inn í lestina og þá hnýg ég niður og bað hana um að hringja á sjúkrabíl. Held hún hafi panikað svolítið ( sem ég skil alveg ) og fékk svo hjálp hjá 2 öðrum konum úr lestinni til að hringja, og ná að halda mér "vakandi" ( man samt ekkert allt, geri ráð fyrir að ég hafi dottið út á tímapunkti ).

Þegar ég kom á lestarstöðina hérna heima lagðist ég á bekk og konurnar biðu með mér eftir sjúkrabíl. Þegar hann loksins kom þá orkaði ég ekki einu sini að segja hvað ég heiti, var svo algjörlega út úr heiminum af verkjum Sad
Í "stuttu" máli eyddi ég svo 1klst í sjúkrabílnum og svo 3 tímum upp á spítala, var orðin góð um 12:30 ( leið yfir mig um 10:30 ) en þurfti að bíða eftir lækni og hjartalækni og mátti fyrst fara heim 15:30.

Er mega stolt af mér að hafa getað talað GÓÐA dönsku allan tímann, og lýst fyrir öllum "liða yfir" tilfinningunni minni og hvernig mér líður þegar það gerist. Á þessum 4 tímum var blóðþrýstingurinn mældur hjá mér .. og 3x í hjartalínurit. og því miður ekki beint góðar niðurstöður Sad

Blóðþrýstingurinn hjá mér er 97/47 .. sem gerir það að verkum að ef ég meiði mig og stend uppi þá "einbeitir" blóðrásirnar sér í að dæla út blóði þar sem verkurinn er, ef ég hreyfi mig ekkert þá fer nánast ekekrt "blóð" ( O2 í blóðinu ) upp í haus og þar kemur ástæðan fyrir að ég líð út af.

Annað, byrja í rannsóknarferli á blóðinu og blóðrásarkerfinu eftir 4-6 vikur, og verð þá í 3ja - 4ða sinn tékkuð um flogaveiki.

Fékk að vita að ég má ekki standa kjurr ( kyrr ) ( ástæðan fyrir svimanum mínum ) og minnst 3 l. af vökva á dag .. svo ég missi ekki niður þrýstinginn í blóðinu.

Ég hef það fínt núna, smá verkir í maga ennþá samt .. en ekkert til að kvarta yfir Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband