Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Langþráð frí!

Skilaði inn lokaprófsritgerðinni minni dag, sem þýðir að ég er komin í frí! Loksins. Ekki að ég geti kvartað þannig lagað séð - þar sem jóla"fríið" er nýbúin, en í því nýttist 1 dagur í afslöppun, hinir fullbókaðir!

og ætli þetta 10daga frí mitt verði það ekki líka. Sá reyndar í dag að það er "studiedag" fyrstu 2 dagana, þannig þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 10.febrúar. Þarf samt sem áður að lesa fyrir tímana, vinna báðar helgarnar, fara í 3tíma blóðþrýstingsrannsókn, fara til annars læknis, skila bókum og taka nýjar, tala við skattinn og vinna í umsóknarferli, og svo hygge kvöld með studiegrúppunni minni, og hitta aðra vinkonu. Tek svo smá afslöppun inn á milli! 

Annars er skólaplanið út þessa önn ekki leiðinlegt! Byrja á 2 vikum í skólanum og svo 8 vikur í starfsnámi á plejecenter. Eftir það eru aftur 2 vikur í skólanum til að undirbúa sig fyrir 8 vikna starfsnám innan geðdeildar. Þetta þýðir samt að ég fer ekki í sumarfrí fyrr en 2.júlí!!!! Eins og það var leiðinlegt að hanga í skólanum á vorin á Íslandi, því það var svo gott veður, þá ætlast ég til að geðdeildin verði sem best svo ég hugsi ekki allan daginn hvenær ég komist út í góða veðrið! ( Því að sjálfsögðu er ég búin að panta gott veður í DK í sumar!) 

oh. Elska bara hvað allt er æðislegt svona rétt eftir að skila inn lokaprófinu sínu! haha :D 


Verslunarferð

Mér er sko alveg sama hvað ég talað um við Rocky minn, svo lengi sem ég get tekið hann með mér í shopping ferðir! Djöfull verðum við flott par!
mbl.is Kynlífsleikfang sem ræðir um knattspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngd, takk þið!

Er á þvílíkum bömmer yfir að hafa þyngst um ca. 10kg síðan ég hætti á danska. sem þýðir að ég er á sama stað og áður en ég byrjaði! :( Er að reyna að venja mig á að hugsa að þetta skipti litlu máli - þá sérstaklega í ljósi þess að ég fer í ræktina á hverjum degi + borða rétt, þannig er á réttri leið.

HATA svona daga eins og í dag. Og ekki einu sinni klukkutími í ræktinni bjargaði geðheilsunni minni.  O ekki nóg með að ég sé að vorkenna sjálfri mér, þá vorkenni ég Ato næstum því meira að þurfa að þola mig í dag! (Svona þar sem ég fór ekki í skólann vegna alls!)

Og þar sem ég er nett pirruð yfir öllu í dag, þá ætla ég að blóta sumum sem voru með mér í grunnskóla, sem tókst að eyðileggja margt og mína sjálfsímynd! Takk þið! :( Vildi stundum að ég gæti gleymt sumum árum ...! 

 


mjóa og fallega ég!

Ef ég hefði verið skrá þarna inni, verið mjó og falleg fyrir jól, hefði mér klárlega verið hent út núna eftir jólin! Þökk séum góðum og miklum aukakílóum og centimetrum sem ákváðu að gera sér bólfestu á andlitinu og maganum. Ekki fallegt það.

En það fékk mig nú samt til að drulla mér í ræktina, og hætta að borða nammi eftir að ég lenti í DK núna 1sta jan! Húrra fyrir því. Er þó ekki fær um að hlæja mikið þessa dagana, né labba upp stiga vegna harðsperra í magavöðvum.

á mér gott og stórt markmið, en þyrfti nú samt sem áður mikið til að vilja vera skráð á þessari fallega fólks síðu. Ætla bara halda fegurðinni fyrir sjálfa mig ;) 

 


mbl.is Útskúfað af vef fallega fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár og ný verkefni :)

Gleðilegt nýtt ár!! Ég þakka fyrir það liðna (og liðnu). Og kem sterk inn í nýja árið! Hlakka til að takast á við fleiri verkefni, verða árinu eldri, flytja, þroskast og mála lífið eins og mér hentar – með góðar tilfinningar fyrir árinu.

Árið 2009.

Ég byrjaði árið á Potzdamer platz í Berlín, þá í 250 manna partýi (ásamt öllum hinum þúsundum sem voru þar líka). Daginn eftir fór ég á puttanum til Hamburg, og gisti þar í eina nótt áður en ég hélt áfram á puttanum til Köben. ”Hætti” með stráknum sem ég var að deita í byrjun jan og var ógeðslega fúl í 1 viku en lifði svo vel í venjulega farinu, skóli og starfsnám.

Sonja flutti til Finnlands í febrúar og ég og Petra vorum bara einar eftir í DK, af okkur sem kynntumst þegar við vorum Aupair. Petra mín flutti svo frá DK til Króatíu, í mars. Ógeðslega fúlt, en þakklát fyrir að kynnast henni. Varð eiginlega allt tómlegt eftir að hún flutti .. vantaði allt fútt í skemmtun og svona í Köben.

Í enda apríl hitti ég svo Ato. Það kvöld hafði ég labbað ca. 5 km á tásunum þar sem ég asnaðist til að fara í nýja skó í bæinn. Ato (ókunnugur þá ) kommentaði á að ég ÆTTI að fara í skóna mína aftur áður en ég myndi frjósa eða fá glerbrot í fótinn. Töluðum eitthvað saman í næturstrætónum líka og ákváðum að hittast um kvöldið aftur á Salsa stað.

Surprise surprise þá var ég að DREPAST í fótunum þegar ég vaknaði næsta dag og ekki séns að ég væri að fara í skó þann daginn, og hvað þá dansa! Og þar sem ég er lúði, og langaði að hitta hann aftur (hann sendi sms á undan ;)) þá bauð ég honum heim, þó nokkuð viss um að hann mundi EKKERT hvernig ég leit út ... Hann hefur næstum búið heima hjá mér síðan þá ;)

Petra mín kom í heimsókn til DK, til að hitta kærasta sinn en ég tróð mér inn í hennar plan bara til að hittast smá. Fékk að upplifa matarboð hjá fjölskyldu kærasta hennar þar sem var TROÐIÐ mat í mig. Var södd eftir fyrsta diskinn, en áttaði mig stuttu seinna að það hefði bara verið 1kjöt af 3 sem þau voru að borða, og ég átti að sjálfsögðu að smakka allt!

Ég kláraði skólann í enda júní, og ég byrjaði í þessari frábæru vinnu á endurhæfingardeild, rétt hjá þar sem ég á heima. Júlíana mín kíkti svo í heimsókn til mín og var í einhverja 1,5 viku .. aðeins styttra en hún ætlaði þar sem ég var að drukkna í vinnu, og ekkert gaman fyrir hana að hanga bara heima á meðan, þannig hún fór yfir til Bryndísar vinkonu sinnar á Jótlandi. Við skemmtum okkur nú samt vel með pikknikk ferð og Malmö t.d.  Í byrjun ágúst flutti svo Ato alveg inn heim til mín. Þetta var fyrsta árið í langan tíma sem ég ferðaðist ekkert um sumarið, en elsku mamma mín bætti mér það upp með að koma í heimsókn í helgarferð í ágúst. Við mamma fórum líka í verslunarferð til Malmö, löbbuðum um alla Köben, horfðum á myndir og versluðum aðeins meira. Fyrsta sinn sem ég var ein með mömmu í einhverja daga.

Viku eftir að mamma fór, byrjaði ég í skólanum. 2. ári í hjúkrunarnáminu. Við vorum í kennslu í 2 vikur og svo BRJÁLUÐ verkefna vinna þar sem við 3 vinkonurnar í skólanum skrifuðum ritgerð um fósturskannannir. Upp úr því fann ég út úr því svona nokkurn vegin að ég ætla að  vinna innan fæðingar og meðgöngu geirans þegar ég verð ”stór”.

Rétt áður en verkefna vinnan byrjaði, skellti ég mér til Andreu í Berlín og var þar yfir helgi. Það var æðislegt! Ferðirnar til og frá ( á puttanum) gengu eins og í sögu. 11 tímar til Berlín, og 7 tímar heim til Köben. Við Andrea hlóum eins og asnar, versluðum ( ég verslaði, og andrea fylgdi með í búðirnar;)). Reyktum okkur ”fullar” á einhverjum vatnspípu bar. (Næstum skaðlaust tóbak, sem fór greinilega bara of illa í mig..)

Viku fríið mitt í byrjun  nóvember fór í að SOFA. Og tíminn flaug og ég byrjaði aftur í skólanum. Vildi að ég gæti sagt að ég hafi gert eitthvað síðan ég byrjaði í skólanum þar til ég kom til Íslands 14.des! Skil eiginlega ekki hvernig ég hef farið að því að gera ekkert annað læra og sofa síðan miðjan nóv.

Jæja. Kom svo loksins til Íslands, þá í fyrsta sinn síðan í mars 2008! Get ekki logið því að það hafi ekki verið æðislegt að hitta vini og fjölskyldu aftur. Hildur elskan mín sótti mig á flugvöllinn, engir smá endurfundir. Vorum að hittast í fyrsta sinn síðan 8.júlí 2007 ( útskriftarveislan mín). Ég fékk líka að sjá litlu Söndru hennar sem  er algjört gull. Ég var fyrstu nóttina hjá Hildi og hef svo bara flakkað á milli mömmu, pabba, vina og ættingja  síðan ég kom. Var hjá mömmu á aðfangadag, pabba um kvöldið og fór svo aftur til mömmu á jóladag þar sem við opnuðum restina af pökkunum. 

Á áramótunum borðaði ég svo hjá mömmu, og fór svo á brennuna og fagnaði nýja árinu með pabba, sally og Maríu.

Búin að hafa það sem allra best heima á Íslandi í faðmi fjölskyldu og vina, en hlakka til að komast heim ... í annan faðm ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband