Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Lík við óperuhúsið í Kaupmannahöfn.

Lík af ungum manni fannst í vatninu við Operuhúsið í Kaupmannahöfn í morgun. Líklegast hefur þetta verið maður á aldrinu 18 - 25 ára.

Tilgátur eru um að þetta gæti verið Jakob Haugen-Kossmann sem hefur verið týndur í þó nokkrar vikur hérna í Danmörku. Líkið hefur legið í einhvern tíma í vatninu og var án fata þegar það fannst í morgun rétt fyrir klukkan hálf 10 í morgun. Þó það hafi verið án fata eru ekki getgátur um morð eða annað athæfi þar sem tekur fólk allt af sér áður en það stekkur í sjóinn - sem sagt sjálfsmorð, útskýrir Niels Ole Blirup. 

 það var bátur með um 70 farþegum sem sigldi á líkið, þau voru á leið á ráðstefnu í óperuhúsinu en fá nú áfallahjálp. 

 

____ 

Þetta er Danmörk í dag takk fyrir.  Ég get ekki einu sinni reynt að ímynda mér stöðu þeirra sem komu að þessu, og þó sömuleiðis ættingja og vina Jakobs - sem hefur verið týndur í þó nokkurn tíma, og hefur margt verið gert til að "auglýsa" eftir honum. 

Efast ekki um að þessi frétt fari nú að koma inn á mbl svo þið getið áttað ykkur betur á um hvað málið snýst.

 Annars ætlaði ég upphaflega bara að óska ykkur Gleðilegs sumars :) 


sól og sumarylur

Hef tíma og vilja núna í að blogga eitthvað  af viti – jah, eða ekki bara eintóma þvælu eins og fyrri daginn. Hef EKKERT afrekað í dag, klukkan orðin hálf 7 og ég get sagt að í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér hef ég verið aaaaaðeins of lengi upp í rúmi. Er semsagt ennþá uppi í rúmi síðan klukkan 10 í gærkvöldi.  ( fyrir utan pissustopp og að ná í vatn ). Afrekaði samt alveg heilan helling þann heila sólarhring á undan .. semsagt föst – laugardags.

Fór að heiman um 6 leytið og lagði ferð mína til Hillerod til að hitta Petru. Upphaflega ætlaði ég bara að hitta hana í 2 tíma og koma mér svo aftur heim, en áður en ég lagði af stað að heima breyttist það eitthvað og ég var boðin með heim til kærasta hennar því þar voru fleiri manneskjur líka – og þar sem þau gátu ekki verið ein, þá var ekekrt verra að hafa mig með líka ;)

Eins og alltaf þegar við erum öll saman er drukkið ..aðeins of mikið áfengi.  En ekki í þetta skiptið, var svo engan vegin í stuði til að drekka og lét mér nægja hálft glas af bacardi razz og 1 skot, og drakk svo bara gos eftir það. Eitthvað voru sumir ekki sáttir við það þegar þau föttuðu 2 tímum seinna að ég var greinilega ekki að drekka neitt áfengi þar sem ég væri búin að hella frekar oft í glasið mitt og ennþá sallaróleg ( ekki það að ég fari í einhvern ham þegar ég drekk :P ).

Og drama drama ... það var víst ekki ásættanlegt að ég var ekki að drekka þannig 2 af strákunum fóru bara heim ( WTF?? ). Og ég, Petra og hennar voru þarna og svo vinur hans líka ( sem ég þekki alveg líka samt ). Horfðum á einhverja mynd .. Chaos held ég að hún heiti en áhuginn fyrir henni var ekkert gríðarlegur þannig var með hugann við allt annað. Horfðum svo líka á hluta af af SAW 2 ( sem ég var ekki að átta mig á, og fannst engan veginn óhugnaleg ), og ef mig minnir rétt þá var ég sofnuð um 4.

Og eins og ég sagði í gær þá vaknaði ég klukkan 7! Hversu yndælt það? Annars var ég með ipodinn þannig pirraði mig ekkert of mikið á því þó hin hefðu mátt vakna aðeins fyrr – eða ekki um 11. Sátum svo bara á spjallinu, borðuðum egg og eitthvað skrítið kjöt um 3 leytið.

Gáfaða ég ákvað svo að LABBA heim til mín. Átti von á að það gæti tekið svona um 1 og hálfan tíma – og væri ekki nema svona 11 km, ég gæti nú ekki verið svo lengi að labba það er það nokkuð? Korter í 5 lagði ég af stað, ég labbaði frá Lynge til Ganlöse og ”villtist” þar og var engan vegin að átta mig hvaða leið ég gæti farið þaðan og heim því ég áttaði mig ekki á hversu stór bær þetta er í raun og veru. Sá svo einhverja hjólaleið yfir til Slagslunde sem er frekar lítill bær þannig átti von á að ég myndi finna leið til Stenlöse þaðan. Eftir þessa 9 km göngu til Slagslunde voru skórnir mínir næstum ónýtir og ég að drepast í löppunum. ( samt ekkert vegna þreytu ). Hugsaði með mér að ef ég tæki upp á þessu aftur myndi ég vera í strigaskóm – ekki í flatbotna skóm sem gera svona þvilíkt gagn.

Anyway ... frá slagslunde þurfti ég svo að labba einhverja akra og fleiri skemmtileg heit, og ekki nema 5 km  eða svo allaleiðinna heim. Ég kom heim 20:10! Hvernig í andskotanum ég fór að því að vera svona lengi að labba ( eða um 4,5 km á klukkustund! ) hef ég ekkki hugmynd um.

Ég uppskar samt verra kvef, meiri hálsbólgu oooog fjandans dúndrandi hausverk sem er ástæðan fyrir því að ég ligg ennþá bara upp í rúmi og frekar mikið svöng, en get samt ekki hugsað mér að borða því mér er svo illt í hálsinum.

En .. eitt gott  -held ég geti verið viss um að það er vor hér, 15°c hiti í gær .. og aðeins minna í dag. Sól og sumarylur bara ...

Lena


sofa kl: 4, vakna kl;7 ??

A madur ad leggja i thad ad skrifa blogg .. med ekkert islenskt lyklabord ??

Held thad breyti samtekki neinu fyrir ykkur sem eru ad lesa - eini munurinn er sa ad thad tekur mig bara adeins lengri tima ad skrifa ... enda frekar fljot ad gleyma hvar eda bara einfaldlega ad thad vantar sumi stafi ( jahh .. reyndar bara 2 )

Og alveg merkilegt hvad thad getur verid gaman ad sita ein inni i einhverju herbergi ( Sem er samt i raun og veru bara ibud ) a medan tveir einstaklingar standa hinum megin vid hurdina - og elda saman ! :D haha ... Ekki thad ad eg geti kvartad eitthvad, thar sem thau eru nu einu sinni ad elda lika fyrir mig. Hvort eg ætti samt ad treysta mer i ad borda thad sem thau eru ad elda ( EKKI skot a thau! ) thar sem hostinn minn nadi hamarki i nott ... og verdur bara verri um leid og eg borda eitthvad Frown

Vil einhver segja mer hvernig i oskopunum eg næ ad vakna klukkan 7, eftir ad hafa farid ad upp i rum klukkan 4 ! ( jahh nei reyndar klukkan 12 - en for ad sofa klukkan 4 ;) )

til ad bæta tilgangsleysid i thessu bloggi tha ætla eg ad tala um hversu tilgangslaust thetta blogg er. Eda ja .. allavega ad nefna thad -svona fyrir kkur sem ekki voru buin ad fatta thad. Annars er maturinn til heyrist mer ( Petra let mig vita, ekki maturinn sjalfur ) thannig BLESS Smile


Svo satt ! :) eeeeða svona næstum :P

Haha fyndið það að ég og vinkona mín vorum einmitt að tala um þetta fyrir nokkrum dögum. Við eigum nefnilega einn stóran vinahóp - og alltaf þegar það kemur eitthvað upp á verður ALLT hreint. Út frá því fórum við að hugsa hvers vegna í ósköpunum þetta ætti sér stað og fórum þá að einbeita okkur að horfa á þessa hlið á strákunum ( já, þetta voru bara strákar )

Og viti menn. við komumst að því að um leið og það komu upp einhver leiðindi inn á heimilinu þá fóru þeir að laga til til að "róa sig niður" :)  Ég hef líka tekið eftir þessu hjá nokkrum fjölskyldumeðlimum.Verst að ég fékk ekki þau gen - kannski ég myndi detta í "laga til" stuð svona annað slagið þá. Þangað til ég uppgötva þessi gen hjá mér leyfi ég bara öðrum að laga til ;)

En til að snúa ekkert útúr - þá er þetta samt alveg satt. Líður manni ekki alltaf betur andlega ( og líkamlega ) þegar það er allt hreint og fínt hjá manni?

en 20 mín af hreyfingu Á VIKU efast ég um að bjargi einhverju .. nema kannski klukkutímanum eftir hreyfinguna.  

 

 


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðsperrur í baki =O

Nei, Nei , Nei, Neiiiii!

Hver leyfir svona lagað? Tók mig ekki nema 10 mín að koma mér fram úr rúminu í morgun – ekki nema!  Ég get ekki hóstað, ég þarf að sita frekar hokin  því það er VONT að rétta alveg úr sér. OG ekki nóg með það – heldur er ég líka að drepast í hægri löppinni því ég asnaðist til að hjóla svolítið á miðvikudaginn.

En eftir hvað geta harðsperrur í baki komið? Spilaði eitthvað smá box í gær - í WII tölvunni, en hef oft gert það áður og þá bara fengið harðsperrur í upphandleggi, aldrei áður fengið í bakið. 

Ohh .. erfitt líf. En fleiri eiga meira bágt þannig ég er hætt að kvarta! =)


Stjörnuspá á mbl :)

10.04.07

Á erfiðum tímum finnur þú þér bandamann svo þú sért ekki einn að basla. Það sama á við á góðum tímum einsog í dag. En núna finnur bandamaðurinn þig.

Afhverju er ekki sá möguleiki í boði að blogga um stjörnuspá sína – þá meina ég eins og þegar maður bloggar um fréttir og þá gæti maður líka lesið um hvað aðrir hafa að segja um sína stjörnuspá.

Ég les mína stjörnuspá á www.mbl.is á hverjum einasta degi – stundum nokkrum sinnum á dag. Er samt ekkert eitthvað geðveikt að trúa þessu en tengi oft á einhvern máta við líf mitt – bara mér til skemmtunar.
Held samt að það sé alltaf hægt að tengja stjörnuspána við eitthvað sem er að gerast í lífinu – en þó ekkert endilega út af því að stjörnuspáin sé rétt –heldur bara af ”algjörri tilviljun” J

Ekkki það að ég geti alltaf tengt við hana, eins og núna átta ég mig ekkert á hvað þetta getur verið – enda meira svona eitthvað sem maður getur tengt eftir á. Sjáum bara hvernig þetta verður eftir daginn í dag =)


Fóstursyni hvað ?

Nú spyr ég, eru börn sem eru ættleidd fósturbörn "foreldra" sinna? 

 Hefði haldið að þetta væru börn þeirra, ekki fósturbörn, og þau væru foreldrar þrátt fyrir að þau séu ekki blóðtengd. En aftur á móti geta börn líka verið fósturbörn - en þá eru þau heldur ekki ættleidd. 

 

Mér finnst það ætti að breyta textanum undir myndinni af Madonnu og litla syni hennar.  

 

 


mbl.is Madonna vill ættleiða indverskt barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í hassi - já Hassi ! =o

Allt í hakki ( eða ég ætti kannski bara að nota orðið "hassi" )

Ég á heilan haug af yndislegum vinum hérna í Danmörku - en ekki alveg allir ganga heilir til grafar. Reyndar er mikið af þeim svona, vinir vina minna.

Fór í Partý síðasta föstudag heim til vinar míns ásamt Petru. Eiginlega allur vinahópur vinar míns þar ásamt 2 öðrum stelpum. Önnur þeirra talaði ENGA ensku þannig náði ekkert að kynnast henni annað en nafnið hennar ( þar sem ég var með Petru  þá fannst mér asnalegt að tala ensku við hana ). En mér var svosem alveg sama þar sem hún sýndist hmm .. ekki alveg heil greyjið. Nefnum hana S.

S var þarna ásamt kærasta sínum, sem var greinilega ekki alveg heill heldur þar sem að þegar líða tók á nóttina heyrðum við fullt af lætum fyrir utan í S og komumst svo að því um morguninn ( Ég og Petra fórum ekki út úr húsinu um kvöldið - en aðrir tékkuðu hvað var að gerast ) að greyjið S hafði ælt út af of miklu áfengi ( 16 ára stelpa sem innbyrgði nú ekkert svo mikið =S ) og fyrir það var hún Barin stanslaust í 3-4 mín og sparkað í hana - af kærastanum sínum!

Því miður fékk ég að vita það að þau eru búin að vera saman í heilt ár - og eitthvað var verið að tala um að þau væru að bíða efitr að hún yrði 18 ára svo þau gætu gifts. 1 ár - og hvernig þessi gaur actar = þetta var ekki í fyrsta skiptið. Ég fékk líka staðfestingu hjá því um morguninn.

Við vorum bara 4 sem gistum þarna, ég, Petra, vinur minn ( sem er kærasti Petru ) og bróðir hans.  ( hahah ... ehm já sem nokkuð margir vita hver er núna ;) ). Fínustu strákar  ... sofandi allavega. Hahah =D
Ég og Petra vöknuðum eitthvað um 9, og svo vaknaði bróðirinn aðeins seinna, og ég hef aldrei verið í jafn alvarlegum umræðum áður .. og það um Hass neyslu í Danmörku.  Ég er svo rosalega glær í svoleiðis ða ég veit ekki neitt, og ætla heldur ekkert að blanda mér í það, en ég átti samt aldrei von á því að þetta væri svona rosalega algengt .... ( þó ég vissi nú að þetta væri algengt )

Fékk brjálað góðan hádegisverð sem bróðirinn eldaði :D Spaghetti - sem við dunduðum okkur við að henda upp á veggi til að tékka hvort það væri tilbúið og hakk. Ég hefði ekki einu sinni getað eldað þetta svona vel :P ( og nei ... þetta er ekki skot á stráka sem kunna að elda - enda þekki ég bara eiginlega enga stelpu hérna í dk sem eldar - alltaf strákarnir sem gera það ;) )

Ég og Petra vorum búnar að ákveða það að taka strætó heim um 12, til að ná hennar strætó í Hilleröd 13:20, eeeen nei, við enduðum á því að fara heim hálf 5, og ná þá strætó 17:20 :S Þannig vorum komnar heim til hennar um 6, þar sem við gerðum okkur tilbúnar til að fara aftur út að drekka ...

Fórum á GD ( aaah furða ? :P) með sushi og Jamal.  Og vá hvað það var gaman - þar til að ég gat ekki labbað meira því ég var í opnum skóm og glerbrotum rigndi yfir fæturnar og það ætlaði bara ekki að hætta að blæða þó þetta væru í raun bara rispur.

Ég eiginlega veit ekki afhverju, en um morguninn fékk ég ekki leyfi til að fara heim til mín, heldur VARÐ ég að fara heim með Petru. Held þau hugsi rosalega um mig sem lítið systkini enda 6 árum yngri en þau og þau voru ekki alveg á því að skilja mig eina eftir þarna þar sem ég hef alveg lent í sumu þarna .. því miður.

Þetta var samt mjög gott kvöld - fínt að fara svona einu sinni og einu sinni án vina+kærasta og vina þeirra. Semmsagt, bara vinir í þetta skiptið :D

Oooog nú vitiði hversu áhugaverð helgin mín var. Skemmtilegt það.

Er enn að hugsa um hvað ég ætti nú að gera í sumar. Get ekki ákveðið svona lagað - og mér finnst eitthvað svo langt þangað til, þó það séu bara 3 vikur þar til ég get farið í það að panta miðann - eitthvert ! =)

Ætla koma mér á fætur og svona .. byrja daginn, sýnist vera ágætisveður þannig vonast að ég nenni að taka eitt stykki hjólatúr í dag.


Aprílgabb í boði fréttablaðsins.

Aprílgabb í boði Fréttablaðsins ! =)  
 
Bensínlítrinn á 107,20 krónur
Neytendamál "Okkur finnst tímabært að almenningur átti sig betur á því hversu stóran hlut ríkið hrifsar til sín," segir Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs

Neytendamál "Okkur finnst tímabært að almenningur átti sig betur á því hversu stóran hlut ríkið hrifsar til sín," segir Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs.

Milli klukkan hálfátta og hálftíu í dag verður bensínlítrinn seldur á 107,20 krónur og dísilolía á 117,40 krónur hjá Skeljungi við Bústaðaveg, sem samsvarar því að ekki séu greidd eldneytisgjald í ríkissjóð heldur aðeins virðisaukaskattur. Fullt sjálfsafgreiðsluverð með olíugjaldinu er 149,40 fyrir bensín og 158,40 krónur fyrir olíuna.

"Skeljungur mun að sjálfsögðu greiða gjöldin eftir sem áður og tekur því á sig þann kostnað sem lækkuninni fylgir. Því miður höfum við ekki bolmagn til að bjóða þetta lengur en í tvo tíma en allir sem koma í röðina fyrir hálftíu fá afgreiðslu," segir Stefán Karl.

Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnina að lækka olíu- og bensíngjald vegna hækkandi olíuverðs ytra og gengisfalls íslensku krónunnar.

"Olíufélögin eru tilneydd að hækka sitt útsöluverð í takt við hækkandi heimsmarkaðsverð en ríkið hins vegar getur vel lagt sitt af mörkum með því að draga úr þessari skattpíningu," segir Stefán Karl. - gar/jse

 

Viðurkenndu það ef þú lést sjá þig þarna!? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband